Stjórnarmenn Félags ábyrgra feðra svara í síma félagsins 691-8644 og veita ráðleggingar vegna mála er varða feður og börn þeirra. Ef ekki er svarað er hægt að lesa inn skilaboð á talhólf og verður þá haft samband til baka.

Á hverju ári fær félagið um 500 hringingar. Langflestar eru frá feðrum sem telja sig ekki fá eðlilega umgengni við börn sín. Flestir þeirra eru forsjárlausir og hafa ekki fengið neina þjónustu hjá yfirvöldum, heldur fordóma og jafnvel fyrirlitningu. Einnig hringja margir feður með sameiginlega forsjá og barnið býr hjá móðurinni. Þessir feður eiga engu að síður í sömu vandræðum og þeir forsjárlausu. Þeir uppskera fordóma og reka sig alls staðar á veggi. Símaþjónusta félagsins er því nauðsynlegt mótvægi við þeim fordómum.

Stjórnin.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0