logo

Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Lögfræðiaðstoð

Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Ertu í vandræðum?

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Greinar

2023-10-09 | Erindi formanns Foreldrajafnréttis á morgunverðarfundi Velferðarvaktarinnar um hagi umgengnisforeldra

Þetta erindi fjallar um könnun á stöðu umgengnisforeldra á Íslandi, sérstaklega feðra, og þá mismunun og erfiðleika sem þeir mæta í kerfinu. Ræðumaður þakkar þeim sem komu að gerð könnunarinnar og minnist Heimis Hilmarssonar sem lagði grunn að rannsókninni. Bent er á að könnunin sýni að umgengnisforeldrar, oft feður, standi frammi fyrir fjárhagslegum og félagslegum hindrunum og að kerfið mismuni þeim í meðlags- og forsjármálum. Ræðumaður hvetur til breytinga á kerfinu til að tryggja jafnrétti og betri hagsmuni barna og foreldra.

Myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant

PASG 2019 – Shawn Wygant

Útilokun af hendi þriðja aðila getur samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi þróast út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris. Foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá fagaðila til að taka sína hlið í ágreiningi sínum við hitt foreldrið.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. 

Styrkja félagið

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Fréttir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
3 months ago
Foreldrajafnrétti

Við hjá Foreldrajafnrétti kynnum fyrsta myndband okkar frá alþjóðlegu PASG ráðstefnunni um foreldraútilokun í Ósló 2024.

Í þessu kraftmikla samklippi frá alþjóðlegu ráðstefnu PASG í Osló 2024 deila alþjóðlegir sérfræðingar, foreldrar, uppkomin börn og lagasérfræðingar sérfræðiþekkingu og frásögnum af foreldraútilokun.

Lykilþemu:
– Foreldraútilokun sem andlegt ofbeldi og þvingunarstjórn
– Áfallastreita og áhrif á geðheilbrigði barna og foreldra
– Misbrestur réttarkerfa og skortur á viðurkenningu
– Rödd þolenda: sjálfsvíg, glötuð sjálfsmynd og ævilangt sorgarferli
– Ákall um aðgerðir, fræðslu og réttarbætur

Við hjá Foreldrajafnrétti vinnum að fullum krafti að því að auka vitund um þessa birtingarmynd heimilisofbeldis. Fylgstu með næstu myndböndum sem við birtum á næstu dögum!

#jafnrétti #foreldrajafnrétti #foreldraútilokun #heimilisofbeldi #ofbeldi
... See MoreSee Less

Video image

0 CommentsComment on Facebook

Load more