logo

Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Lögfræðiaðstoð

Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Ertu í vandræðum?

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Greinar

Að verða pabbi

Þessi aðsenda grein fjallar um reynslu og tilfinningar sem fylgja því að verða faðir. Greinin lýsir því hvernig dagleg verkefni eins og að skipta um bleyjur og gefa pela eru aðeins yfirborðið af því sem felst í foreldrahlutverkinu. Höfundurinn talar um hvernig lífið og forgangsröðun breytast gjörsamlega þegar barnið kemur í heiminn, og hvernig ást og ábyrgð til barnsins veldur því að maður vill verða besta útgáfa af sjálfum sér. Greinin fjallar einnig um þær áskoranir sem fylgja því að ala upp barn, allt frá leikskólaaldri til gelgjuskeiðs, og hvernig barnið hefur varanleg áhrif á líf og vitund foreldris.

Myndbönd

2019-09-14 | PASG Philadelphia | Shawn Wygant

PASG 2019 – Shawn Wygant

Útilokun af hendi þriðja aðila getur samkvæmt Shawn Wygant réttarsálfræðingi þróast út frá klessutengslum barns og útilokunarforeldris. Foreldrið þrýstir á barnið að mynda með sér bandalag gegn útsetta foreldrinu og notfærir sér síðan barnið til að fá fagaðila til að taka sína hlið í ágreiningi sínum við hitt foreldrið.

2017-04-25 | IPAD Reykjavík | Jennifer J. Harman

2017 IPAD Reykjavík [Jennifer J Harman] On PA

Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum talar um ofbeldi í nánum samböndum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun. Jennifer talaði á ráðstefnunni „Leyfi til að elska“ í Háskólabíó á alþjóðlegum degi vitundarvakningar um foreldraútilokun 25. apríl 2017.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. 

Styrkja félagið

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Fréttir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
1 month ago
Foreldrajafnrétti

Um jól og áramót þjást mörg börn og foreldrar vegna foreldraútilokunar.

Foreldraútilokun er alvarlegt andlegt ofbeldi og lýðheilsuvandamál.

Þegar barn er hindrað í að eiga samskipti við annað foreldri sitt verður það fyrir tengslarofi sem getur haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, andlega heilsu og þroska barnsins. Rannsóknir sýna að slíkt mótlæti í æsku getur haft langvarandi afleiðingar, langt fram á fullorðinsár.

Um jólin, þegar börn eiga að finna fyrir öryggi, verða þessi sár oft djúpstæð.

Börn eiga rétt á báðum foreldrum sínum.
... See MoreSee Less

Video image

5 CommentsComment on Facebook

Fólk þarf að skilja að það eru börnin sem eru í andlega ofbeldinu og það er réttur barna að umgangast báða foreldra. En stundum þarf umgengnin að vera undir eftirliti.❤️🙏❤️

Það eru alltof margir eiginhagsmunir seggir á Íslandi.

Sorglegt hvernig svona foreldraútilokun fær að viðgangast, þrátt fyrir dómaraúrskurði. 🥲

Ég held of á tíðum þegar jólin eiga að vera skemmtileg fyrir börnin eru þau það ekki.

View more comments

5 months ago
Foreldrajafnrétti

Við hjá Foreldrajafnrétti kynnum fyrsta myndband okkar frá alþjóðlegu PASG ráðstefnunni um foreldraútilokun í Ósló 2024.

Í þessu kraftmikla samklippi frá alþjóðlegu ráðstefnu PASG í Osló 2024 deila alþjóðlegir sérfræðingar, foreldrar, uppkomin börn og lagasérfræðingar sérfræðiþekkingu og frásögnum af foreldraútilokun.

Lykilþemu:
– Foreldraútilokun sem andlegt ofbeldi og þvingunarstjórn
– Áfallastreita og áhrif á geðheilbrigði barna og foreldra
– Misbrestur réttarkerfa og skortur á viðurkenningu
– Rödd þolenda: sjálfsvíg, glötuð sjálfsmynd og ævilangt sorgarferli
– Ákall um aðgerðir, fræðslu og réttarbætur

Við hjá Foreldrajafnrétti vinnum að fullum krafti að því að auka vitund um þessa birtingarmynd heimilisofbeldis. Fylgstu með næstu myndböndum sem við birtum á næstu dögum!

#jafnrétti #foreldrajafnrétti #foreldraútilokun #heimilisofbeldi #ofbeldi
... See MoreSee Less

Video image

0 CommentsComment on Facebook

Load more