logo

Velkomin á vef Foreldrajafnréttis

Foreldrajafnrétti er mannréttindafélag sem stendur fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna og jöfnum rétti foreldra til að sinna foreldrahlutverki sínu óháð fjölskyldugerð. Félagið vill stuðla að málefnalegri og upplýstri umræðu um stöðu barna og foreldra, á þann hátt að löggjafinn, framkvæmda- og dómsvaldið tryggi börnum að sú meginregla Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska.

Foreldrajafnrétti er skráð almannaheillafélag á Íslandi og viðurkennt óhagnaðardrifið góðgerðarfélag á alþjóðavísu. Enskt heiti félagsins er Equal Parenting Iceland.

Lögfræðiaðstoð

Lögmaður félagsins, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Málsvara lögmannsstofu, býður upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Ertu í vandræðum?

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Greinar

Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins

Þessi vísindagrein setur mál tengt afsögn barnamálaráðherra í mars 2025 í fræðilegt samhengi við fyrirbærið foreldraútilokun. Fjallað er um áhrif tálmunar, ný sambönd, svart-hvítt mynstur í tengslum barns við foreldra og mótanleika minninga í frumbernsku. Greinin rýnir í þögn og meðvirkni nærsamfélagsins og hvernig slíkt viðhorf getur viðhaldið skaðlegu mynstri. Byggt er á fjölbreyttum rannsóknum sem sýna hvernig ósannar ásakanir og óréttmæt útilokun geta haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Lögð er áhersla á sérþekkingu fagfólks og samfélagslega ábyrgð til að vernda tengsl barna við báða foreldra.

Myndbönd

2023-08-19 | ICSP Athens | Petra Deeter | An Alienated Child and Parent

Petra Deeter

Petra Deeter, verðlaunaður kvikmyndaleikstjóri og frumkvöðull í félagslegum áhrifum, deilir sinni sársaukafullu sögu um foreldraútilokun í viðtali. Hún var útilokuð frá föður sínum í æsku vegna móður sinnar og síðar sem móðir. Petra skildi að lokum útilokunina sem hún upplifði sem barn og móðir. Hún stofnaði Victim To Hero Institute til að veita menntun og auðlindir til að styrkja þolendur sálræns ofbeldis.

2023-08-19 | ICSP Athens | Pedro Raposo de Figueiredo | The Judicial Application of Shared Parenting

Pedro Raposo de Figueiredo

Pedro Raposo de Figueiredo, dómari frá Portúgal, ræðir áhrif 9. greinar Barnasáttmálans á málefni þar sem foreldrar deila um forsjá í háum átökum og foreldraútilokun. Hann útskýrir hvernig lögum er beitt þegar einstæð forsjá er veitt án þess að brotið sé á skyldum foreldris. Pedro hefur starfað sem dómari í fjölskyldu- og barnarétti í 22 ár og er nú þjálfari við Miðstöð dómsmálarannsókna.

Gerast meðlimur

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. 

Styrkja félagið

Félagið veitir foreldrum og börnum í vandræðum símaráðgjöf í málum sem snerta sameiginlegt uppeldishlutverk foreldra.

Fréttir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 months ago
Foreldrajafnrétti

Við hjá Foreldrajafnrétti kynnum fyrsta myndband okkar frá alþjóðlegu PASG ráðstefnunni um foreldraútilokun í Ósló 2024.

Í þessu kraftmikla samklippi frá alþjóðlegu ráðstefnu PASG í Osló 2024 deila alþjóðlegir sérfræðingar, foreldrar, uppkomin börn og lagasérfræðingar sérfræðiþekkingu og frásögnum af foreldraútilokun.

Lykilþemu:
– Foreldraútilokun sem andlegt ofbeldi og þvingunarstjórn
– Áfallastreita og áhrif á geðheilbrigði barna og foreldra
– Misbrestur réttarkerfa og skortur á viðurkenningu
– Rödd þolenda: sjálfsvíg, glötuð sjálfsmynd og ævilangt sorgarferli
– Ákall um aðgerðir, fræðslu og réttarbætur

Við hjá Foreldrajafnrétti vinnum að fullum krafti að því að auka vitund um þessa birtingarmynd heimilisofbeldis. Fylgstu með næstu myndböndum sem við birtum á næstu dögum!

#jafnrétti #foreldrajafnrétti #foreldraútilokun #heimilisofbeldi #ofbeldi
... See MoreSee Less

Video image

0 CommentsComment on Facebook

10 months ago
Foreldrajafnrétti

Fréttabréf Foreldrajafnréttis (Janúar 2025): Ný námskeið fyrir foreldra og fagfólk um foreldraútilokun - mailchi.mp/foreldrajafnretti/frettabref-2024-2325559 ... See MoreSee Less

Fréttabréf Foreldrajafnréttis (Janúar 2025): Ný námskeið fyrir foreldra og fagfólk um foreldraútilokun - https://mailchi.mp/foreldrajafnretti/frettabref-2024-2325559
Load more