Opinberar tillögur um sameiginlega forsjá

Sameiginleg forsjá er í samræmi við tillögur Forsjárnefndar sem settar voru fram í Áfangaskýrslu til Dómsmálaráðherra í júní 1999. Þar var gert ráð fyrir því að sameiginleg forsjá yrði meginregla, byggð á reynslu Norðurlandanna og viðtölum við fjölda fólks.

Nefndin taldi að ráðgjöf og almennt umhverfi ynni gegn breytingum á kerfinu ekki síst á grundvelli gamalla hugmynda um föðurinn – þ.e. þann réttlausa föður sem fram til 1972 gat ekki gengið að umgengnisrétti vísum eftir skilnað. Nefndin benti einnig á þá meginbreytingu á atferli sem gerst hefði undanfarna áratugi, að fólk sækti ráðgjöf nú vegna tálmunar á umgengni en áður vegna þess að feður sinntu ekki uppeldisskyldum og umgengni við börn sín eftir skilnað. Nefndin taldi að sameiginleg forsjá væri í bestu samræmi við hagsmuni barnanna og einnig við Barnasáttmála

Sameinuðu þjóðanna og loks að hér væri á ferð hreint réttlætismál:
Forsjárnefnd telur slíkt fyrirkomulag samrýmast best 1. mgr. 18. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og er sammála þeim sem telja að meginregla um sameiginlega forsjá sé í raun réttlætismál fyrir foreldri og barn. (Áfangaskýrsla, s. 21.)

Loks má benda á að í „White Paper“; sérfræðinganefndar Evrópuráðsins í fjölskyldurétti er talið að sem jöfnust ábyrgð og umgengni foreldra gagnvart barni sínu eða börnum eftir skilnað sé eðlilegasta fyrirkomulagið enda litið svo á að hagsmunum barnsins sé best borgið með því að viðhalda sem mestu sambandi við báða foreldra sína eftir skilnað jafnt sem fyrir skilnað, þ.e. á meðan foreldrarnir búa saman.

Garðar Baldvinsson

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0