Fram kemur í frétt á visir.is að ömmur og afar séu nauðsynleg þroska barna samkvæmt nýlegri rannsókn. Þar af leiðir að umgengnistálmun þar sem ömmur og afar fá ekki að umgangast barnabörn sín hlýtur að geta talist til tilfinningalegrar og sálrænnar vanrækslu samkvæmt flokkunarkerfi (SOF-kerfið) Barnaverndarstofu.

Á margan hátt eru tilefnislausar umgengnistálmanir bæði vanræksla og ofbeldi. Það þarf því í raun ekki lagabreytingu til þess að gera umgengnistálmanir að barnaverndarmáli. Til þess þarf aðeins hugarfarsbreytingu hjá Velferðarráðherra eða forstöðumanni barnaverndarstofu.

Lagabreyting sem hins vegar þarf að koma á er að þegar forsjáraðili vanrækir barn sitt eða beitir það ofbeldi, þá þarf að vera skýrt kveðið á um að skoða beri að flytja forsjánna til annars foreldris sé það til staðar. Það er Íslendingum til skammar hvað vanræksla og ofbeldi getur þrifist lengi án þess að sá möguleiki sé skoðaður að forsjá verði flutt til annars foreldris.

Fréttin á visir.is um mikilvægi ömmu og afa er hér.

24.11.2011

-HH