“Fögnum þessu stórkostlega” GARÐAR Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, fagnar lagafrumvarpi dómsmálaráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt þar sem er að finna ákvæði um að sameiginleg forsjá barna verði meginreglan í íslenskum rétti eftir skilnað eða sambúðarslit.

GARÐAR Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, fagnar lagafrumvarpi dómsmálaráðherra sem ríkisstjórnin hefur samþykkt þar sem er að finna ákvæði um að sameiginleg forsjá barna verði meginreglan í íslenskum rétti eftir skilnað eða sambúðarslit.
Garðar tekur þó fram að hann hafi ekki séð sjálft frumvarpið, heldur frétt af því.

“Við fögnum þessu stórkostlega enda hefur sameiginleg forsjá verið baráttumál Félags ábyrgra feðra í mörg ár,” segir Garðar. “Félagið hefur oft gert tillögur um sameiginlega forsjá, m.a. þegar barnalögum, sem tóku gildi 2003, var breytt. Þá lögðum við til að sameiginleg forsjá yrði meginreglan og að beitt yrði þvingunarúrræðum.”

Þau þvingunarúrræði sem Garðar nefnir eru í anda tillagna forsjárnefndar og felast í frystingu meðlags og barnabóta. “Sumir hafa misskilið þetta á þann veg að við séum að tala um afnám [meðlags og barnabóta] til viðkomandi. En málið snýst um umgengnina en ekki beinlínis um refsingar. Þvingunarúrræðin eiga að vera til þess að knýja á um að umgengnin sé virt.”

Garðar segist hins vegar ekki hafa vitneskju um hvort frumvarpið taki á styttingu málsmeðferðar vegna forsjármála, en vonar innilega að svo sé, enda um gríðarlega mikilvægt atriði að ræða.

mbl.is, Þriðjudaginn 25. október, 2005 – Innlendar fréttir

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0