Stórkostlegur árangur náðist í dag. Dómsmálaráðherra Björn Bjarnason hefur fengið samþykkt í ríkisstjórninni að stofna nefnd til að endurskoða íslenska meðlagsgreiðslukerfið. Í fréttatilkynningunni kemur fram að okkar meðlagsgreiðslukerfi hefur ekki þróast eins og kerfi annara þjóða. Það er viðurkenning á okkar málflutningi síðustu árin um að kerfið sé steinrunnið og úrelt. Gísli Gíslason á að öðrum ólöstuðum mikinn heiður af þessum árangri en hann vann skýrslu um meðlagskerfi annara þjóða fyrir ráðuneytið, ásamt skrifum í blöð undanfarin ár. Auðvitað verður íslenska kerfið í framtíðinni að taka mið af raunverulegum framfærslukostnaði barna, meðlagið þarf að verða frádráttarbært frá skatti eins og í öðrum löndum og meðlagið ber auðvitað að lækka eftir því sem börnin dvelja meira á heimili meðlagsgreiðandans. Við biðjum um sanngjarnt kerfi fyrir alla aðila. Hér að neðan er linkur á heimasíðu ráðuneytisins, en þar má lesa skýrslu Gísla.
Stór dagur í dag og óska ég okkur öllum til hamingju. Minni á félagsfundinn á fimmtudag.
Lúðvík Börkur Jónsson
Formaður.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.