Ný stjórn Félags Ábyrgra Feðra (FÁF) var kosin á síðasta aðalfundi félagsins. Samkvæmt samþykktum félagsins, þá skipti stjórnin með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Garðar Baldvinsson formaður til fjögurra ára sagði fljótlega af sér formennsku. Einnig gekk Brynjólfur Guðjónsson úr stjórn. Stjórn FÁF óskar báðum velfarnaðar og þakkar vel unnin störf fyrir félagið. Garðar mun sinna áfram sjálfstætt starfandi ráðgjafaþjónustu sinni, Feðraheill að Ármúla 21, fyrir fólk og sérstaklega feður í skilnaði.
Ný stjórn FÁF er þannig skipuð:
• Gísli Gíslason, formaður
• Stefán Guðmundsson, varaformaður
• Lúðvík Börkur Jónsson, gjaldkeri
• Óskar F. Jónsson, ritari
• Rúnar Gíslason, meðstjórnandi
• Heimir Hilmarsson, meðstjórnandi.
• Jón Gunnar Hannesson
Varastjórn
• Sigurður Freyr Magnússon fyrrverandi stjórnarmaður samþykkti svo boð stjórnar að vinna með nýrri stjórn
Framundan er mikið starf m.a. liggur fyrir stjórnarfrumvarp um lagabreytingar á barnalögum frá Alþingi. Frumvarp þetta byggir að hluta á skýslu Forsjárnefndar. Við gerð skýrslunnar lagði Félag Ábyrgra Feðra fram stefnu sína. Frumvarpið tekur undir hluta af tillögum Forsjárnefndar, en Forjsárnefnd tók undir stærstan hluta af stefnumálum FÁF. Það er því mikið starf framundan fyrir Félag Ábyrgra Feðra að framfylgja þeim sjónarmiðum sem félagið lagði til við Forsjárnefnd.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.