Hjón á Íslandi hafa kynnt sér mjög vel tálmunarmál þar sem annað foreldrið grípur til þess ráðs að svipta barn jákvæðri ímynd þess af hinu foreldrinu og kemur barninu í þá ömurlegu stöðu að þurfa að velja á milli hollustu við annað foreldrið og þá gegn hinu. Barnið er þannig vélað inn í málatilbúnað fullorðins fólks og látið taka þátt í ásökunum sem það hefur engan þroska  til að meta hvort séu sannar eða ekki. Við hjá Foreldrajafnrétti teljum slíka framkomu mjög alvarlegt ofbeldi gagnvart barninu.

 

Á ensku er viðurkennt heiti á þessari hegðan; Parental Alienation Syndrome, PAS en Foreldrasvipting eða Foreldrafjarlæging á íslensku. Þau hjónin hafða kynnt sér dómaframkvæmd um þessi mál víða um heim og stöðu þeirra á Íslandi – en hér eru þessi rök varla tekin gild. Þau þekkja þessi mál af eigin reynslu og í framhaldi af mikilli umfjöllun DV um málefni Stefáns Guðmundssonar og dætra hans, ákváðu þau senda okkur meðfylgjandi greinargerð.  Ef þið hafið sögu að segja, sem á erindi í þessa umræðu, þá endilega sendið póst! á stjorn@foreldrajanfretti.is

 

Samantektin sést með því að smella á linkinn hér að neðan, en einnig er hana að finna á heimasíðu félagsins undir liðnum “í brennidepli”.

 

http://www.foreldrajafnretti.is/Newsletter.asp?Newsletter_ID=79 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0