Ný lög í Danmörku um forsjá barna

Nýlega voru samþykkt í Danmörku ný lög um forsjá barna. Lögin ganga í gildi 1. október 2007. Nýmæli laganna eru einkum tvö:

  1. Sameiginleg forsjá verður meginregla. Hér feta Danir í fótspor m.a. Íslendinga. Þessa breytingu gerðum við á barnalögum vorið 2006.
  2. Dómstólar mega dæma sameiginlega forsjá, jafnvel þótt foreldrarnir sjálfir vilja slíta henni. Hér ganga Danir skrefi lengra en við höfum enn gert.

Svokölluð forsjárnefnd, sem ég veitti forystu, lagði til bæði í áfangaskýrslu sinni 1999 og lokaskýrslu sinni í mars 2005 að sameiginleg forsjá yrði meginregla hér á landi. Það náðist með breytingu á barnalögum vorið 2006. Í lokaskýrslu sinni gekk forsjárnefnd skrefi lengra og lagði til að að dómstólar gætu dæmt sameiginlega forsjá. Sú breyting hefur ekki enn náð fram að ganga.

Vonandi verður þess ekki langt að bíða að frekari breytingar verði gerð á barnalögum þannig að dómstólar megi dæma sameiginlega forsjá. Ég er sannfærð um að slík lagabreyting muni fækka forsjárdeilum foreldra til mikilla muna.

Tekið ef bloggsíðu Daggar Pálsdóttur

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0