Hæstiréttur Noregs (HR-2005-00853-A (mál nr. 2004/1864) komst að þeirri niðurstöðu að forsjá stúlku skildi flutt frá móður til föður. Um var að ræða 10 ára gamla stúlku. Foreldrarnir skildu árið 1999 og eldri stúlkan bjó hjá föður en sú yngri hjá móður.

Ríkar samvistir barnanna við báða foreldra var lagt upp með í skilnaðarsamningi. Það gekk vel til að byrja með. Svo flutti faðirinn á annan stað í Noregi og þá upphófust vandamálin. Móðirin fór að tálma umgengni og heilaþvoði barnið, þannig að barnið tjáði fyrir rétti að það vildi heldur búa hjá móður. Samvistir við föður stöðvuðust árið 2002.

Undirréttur í Noreg dæmdi að faðirinn fengi forsjána. Aðalrökin voru að þannig væri samband barnsins við báða foreldra best tryggt.

Hæstiréttur í Noregi staðfesti svo þann dóm og færði frekari rök fyrir því, m.a. að faðirinn gæfi stúlkunni meira og öruggar jafnvægi í tilverunni, sem og best samband við ekki bara báða foreldra heldur einnig við eldri systurina. Sjá: Daglig omsorg – samværsrett

Svipað mál féll í Kanada um daginn og við greindum frá því hér á vefnum. (sjá: Mæður missa forsjá vegna umgengnistálmana o.fl.)

Þetta er mjög fróðlegt, Í fyrsta lagi hlustar dómarinn í Noregi ekki á barnið, þar sem það hefur orðið fyrir heilaþvotti (foreldrasviptingu = Parential alianation syndrome) og í annan stað þá er slík hegðun, heilaþvottur og umgengnistálmun álitin það alvarlegt ofbeldi að það leiðir til forsjársviptingar.

Hér á Íslandi hafa fallið dómar, þar sem tekið er fram í dómsorði að móðir hafi vanrækt forsjárskyldur sínar, sagt að ástæður umgengnistálmana séu ótrúverðugar svo ekki sé meira sagt. Mér vitanlega er, ALDREI TALIN ÁSTÆÐA TIL AÐ BREYTA FORSJÁ. “Hnefaréttur mæðra” gegn feðrum og börnum, hefur þannig ítrekað ekki haft neinar afleiðingar fyrir íslenskum dómstólum.

Gísli Gíslason
Formaður FÁF.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0