Það er álitin sameiginleg skylda foreldra að sjá til þess að barnið umgangist báða foreldra sína. Ferðakostnaður sem hlýst af umgengni er sameiginlegur eins og öll önnur framfærsla barnsins.
 
Ferðakostnaður skiptist í hlutfalli við laun foreldra. Ef báðir foreldrar hafa jafn há laun, þá skiptist ferðakostnaður jafnt. Reiknivél til að reikna út hvernig kostnaðurinn skiptist má finna á:
http://www1.vg.no/dinepenger/kalkulator/kalkulator.php?id=3240

Í Noregi má svo einnig finna reikninvél til að reikna út hvernig meðlag skiptist.
http://bidragsveileder.trygdeetaten.no/bidragsveileder/servlet/dispatcher/

Fróðlegur er munurinn á Íslandi og Noregi.
a) Á Íslandi er ferðakostnaður barns alfarið forsjárlausa foreldrisins en í Noregi er þessi kostnaður sameiginglegur
b) Í Íslandi er bara sett ein tala fyrir meðlag og svo hægt að tvöfalda hana m.v. laun meðlagsgreiðenda. Í Noregi er meðlag reiknað út frá hvað kostar að framfæra barni, hve mikið það er á báðum heimilum, hve miklar barnabætur báðir foreldrar fá og hve miklar tekjur bæði hafa. Norðmenn hvetja til að foreldrar semji beint um meðlag á milli sín, enda er það einkamál foreldra að ala upp barn jafnvel þó þeir búa ekki saman.

Því miður er okkar kerfi á Íslandi forneskjulegt og má finna hliðstæðu í Noregi fyrir um áratug síðan. Það hallar á feður og börn á Íslandi samanborið við Noreg.

Sjá nánar: http://www1.vg.no/pub/vgart.php?artid=114603

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0