Skilnaðarbörn í Noregi eiga almennt erfiðara um vik að fóta sig en börn foreldra sem búa saman. Þetta sýna rannsóknir sem Ingunn Störksen við “Senter for atferdsforskning” hefur gert. Rannsóknin er byggð á niðurstöðum frá Norður Þrændarlögum og skoðað hvaða afleiðingar á heilsu, vellíðan og annað skilnðurinn hefur á börn.

Hræðsla , depurð og brotin sjálfsmynd og vandamál við nám er algengara hjá skilnaðarbörnum, sem höfðu upplifað skilnað, samanborið við þau sem bjuggu hjá báðum foreldrum.

Þó gengur vel hjá mörgum en það er greinilegt að sum skilnaðarbörn lenda í vandamálum. Þegar um helmingur hjónabanda og sambúða endar með skilnaði, þá snertir þetta mörg börn.

“Þetta virðist erfiðast fyrir elstu stúlkurnar” segir Ingunn sem heldur að það sé vegna þess að þær séu viðkvæmari og þær taka vandamál foreldranna inná sig.

Af hverju lenda skilnaðarbörn í vandræðum??

“Það geta verið margar ástæður, en við höldum að það sé vegna þess að þau sakni sambandsins við hitt foreldrið, sem þau búa ekki með. Að auki verða mörg að flytja eftir skilnað og byrja í nýjum skóla. Sumum börnum finnst erfitt að vita með hvoru foreldrinu þau eiga að halda í skilnaðinum”.

“Afleiðing skilnaðar kemur ekki bara í ljós á unglingsárunum. Fleiri uppkomin skilnaðarbörn giftast seint. Það er eins og það smjúgi inni í þeirra vitund að þau muni kannski skilja seinna meir”.

“Ef annar aðilinn í hjónabandi er skilnaðarbarn, þá er möguleikinn tvöfaldur að það hjónaband endi í skilnaði. Ef báðir aðilar í hjónabandinu eru skilnaðarbörn, þá eru líkurnar þrefaldar á skilnaði í því hjónabandi”, segir Ingunn Störkesen.

Sjá nánar: http://web3.aftenbladet.no/triplet/article266383.ece

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0