Nú fyrir jólin var í norska blaðinu Verdens Gang fjallað um skilnaðarbörn og jólahald. Báðir foreldrar vilja eðlilega hafa börnin um jólin. í greininni segir orðrétt: “Retningslinjene i barneloven sier at den ene av foreldrene skal ha barna i julen, mens den andre skal få nyttår. Og at barna skal være annenhver julaften hos mor og far. ”

M.ö.o. börn eru önnur hver jól hjá föður og hin hjá móður. Þau jól sem börn eru hjá móður, þá eru þau hjá föður um áramótin og öfugt.

Á Íslandi hefur stjórnsýslan stuðst þá reglu að barn sé ávallt á lögheimili á aðfangadag, þ.e. hjá MÓÐUR. Svo eru hinir hátíðisdagar ársins til skiptanna. Þetta er heimatilbúin verklagsregla í stjórnsýslukerfinu hér á landi.

Við skilnað eru feður hér á landi látnir skrifa undir að þeir hafi börn sín aldrei á aðfangadag. Þeim er sagt að þetta sé venjan og þeir fái ekki meira þó þeirsæki málið fyrir dóm. Svona málum lýkur opinberlega með “SÁTT”, þó menn skrifi sárir og beygðir undir svona, vegna upplýsts réttleysis síns, vegna hinnar heimatilbúnu verklagsreglu. Nýlegur héraðsdómur með dómkvöddum sérfræðingum dæmdi að börn skyldu aldrei vera hjá föður á aðfangadag til 18 ára aldurs. Aftur stuðst við hina heimatilbúnu verklagsreglu sem stjórnsýslan á Íslandi hefur sett.

Það er ljóst við erum langt á eftir frændum vorum Norðmönnum í þessum efnum og það er ljóst að verklagsregla hinnar íslensku stjórnsýslu er börnum þessa lands ekki fyrir bestu.

Nánar má lesa um þetta á: 

http://www.vg.no/pub/vgart.hbs?artid=299852

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0