Nokkrar helstu birtingarmyndir heilaþvottaraðferðirnar sem sviptandi foreldri beitir við börnin:

1. Hitt foreldrið er ekki til: Talar aldrei um hitt foreldrið; vanhelgar ljósmyndir af hinu foreldrinu; viðurkennir ekki jákvæða reynslu barnsins af hinu foreldrinu.

2. „Ha ég?“: Foreldrið reynir að sannfæra barnið um að það hljóti að misskilja foreldrið sem heilaþvær – eins konar afneitun.

3. Meðalgöngumaðurinn: Talar við barnið um mál sem ætti fyrst að ræða við hitt foreldrið – eins konar útilokun.

4. Aðstæðurnar: Með því að ráðskast með tímaplanið, endurskipuleggja tímann, breyta og ræða um tímaplanið reynir foreldrið að ná yfirtökum fyrir framan börnin.

5. „Ég skil ekki hvað er að honum“: Býr til og ýkir mismun á sér og hinu foreldrinu fyrir framan börnin.

6. Bandamaðurinn: Samúðin er lykillinn.

7. Siðferðisbresturinn: Ráðist er á siðferði hins foreldsisins til að upphefja eigið siðferði.

8. „Hótar að taka ástina aftur“: skýrir sig sjálft.

9. „Ég er sú eina sem elska þig í alvöru“: skýrir sig sjálft.

10. „Hann er í útrýmingarhættu“: Neikvæðar athugasemdir, dómar og skoðanir um hitt foreldrið þegar barnið kemur úr umgengni við það.

11. Veruleikinn endurskapaður: Þetta er í rauninni ætlunin með öllu hér að ofan.

Helstu einkenni foreldrissviptingar

Það sem barnið gerir:

1. Niðrunaráróður

2. Óljósar, fráleitar og næstum hlægilegar útskýringar á niðruninni.

3. Barnið er ekki bundið báðum foreldrum

4. Barnið þykist sjálfstætt þenkjandi einstaklingur varðandi niðrunina

5. Ósjálfráður stuðningur við sviptandi foreldrið í ágreiningi foreldranna

6. Engin sektarkennd yfir grimmdinni og andúðinni á svipta foreldrinu

7. Mikið um lýsingar frá öðrum (orðaforði og hugsun fullorðinna)

8. Andúðin á svipta foreldrinu færist yfir á ætt foreldrisins, frænkur, frændur, afa og ömmu og jafnvel vini þess

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0