Forsjárlaust foreldri sem hefur af því mikinn kostnað að rækja umgengni við barn sitt eða börn verður að telja þann kostnað sem röksemd gegn kröfum forsjárforeldris um meðlagsauka.

Eins og við þekkjum er farið ítarlega í meðlag og meðlagsauka, bæði í frumvarpi til barnalaga 2002 og ekki síður greinargerðinni sem fylgir því, hvaða tekjur þurfi til að borga 25 %, 50 %, 75 % og 100 % álag á meðlag með 1, 2, 3 og 4 börnum. En til að færa rök gegn kröfum þurfa menn að beita ímyndunaraflinu og þegar að því kemur virðast feður telja allan kostnað svo sjálfsagðan, af því hann tilheyrir barninu og feður telja ekki eftir sér að setja peninga í börnin sín, að þeir reikna hreinlega ekki með honum sem hugsanlegum lið í málflutningi. Varðandi rökstuðning og hvað getur talist rök er vísað til kaflans „Dagbók og rök í málarekstri“.

Forsjárforeldrið (móðirin) getur auðvitað krafist hækkunar meðlags hvenær sem er, en hækkunin fer eftir nákvæmum reglum, sem er að finna m.a. í greinargerð með umræddu frumvarpi. Hér á eftir fer til gamans megnið af þessum reglum – sem eru viðmiðunarreglur og ber að taka með þeim fyrirvörum að huga þarf að aðstæðum foreldranna beggja, aflahæfi þeirra og hagsmunum barnanna.

Tekjur á mánuði 1 barn 2 börn 3 börn
241.000 Lml. + 50% Lml. +25%
265.000 Lml. + 75%
292.000 Lml. + 100% Lml. + 50% Lml. +25%
321.000 Lml. + 75%
353.000 Lml. + 100% Lml. + 50%
388.000 Lml. + 75%
427.000 Lml. + 100%

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0