Í grein sem undirritaður ritaði í Morgunblaðið 12. desember 2004, voru færð rök fyrir því að lágmarksmeðlag á Íslandi stæði undir 41 % af útgjöldum vegna barns án húsnæðiskostnaðar. Þetta var byggt á neyslutölum í skýrslu Hagstofunnar (nr. 89/2004, www.hagstofa.is). Jafnframt voru færð rök fyrir því að heimsins hæstu lágmarksmeðlög væru hér á landi.

Félag Einstæðra Foreldra (FEF) hefur nýlega sett upp viðmiðunar neysluviðmið á vefsíðu sinni. FEF telur þessi viðmið lágmarksviðmið, en þar sem ekki er tekið tillit til umgengni þá er þetta eðlilegur viðmiðunargrunnur. Ef kostnaður vegna húsnæðis er tekin út, þar sem báðir foreldrar þurfa að kosta þak yfir höfuðið á sér og sínu barni, þá er útgjaldaauki á mánuði við að annast tvö börn samanborið að hafa eitt barn um 35.540 kr. Meðlag kr. 16.586 er því um 46,7 % af kostnaði. Að annast 3 börn samanborið við 2 börn er útgjaldauki uppá 33.300 kr. Meðlag kr. 16.586 er um 49,8% af kostnaði. Að annast 4 börn samanborið við 3 börn er útgjaldaauki um 28.700kr. Meðlag 16.586 er um 57,8 % af kostnaði. Miðað við greiðslu lágmarksmeðlags, barnabóta og skattaívilnana og eðlilegrar umgengni, þá greiðir forsjárforeldrið ávallt minnihluta vegna framfærslu barns, án húsnæðiskostnaðar.

Meðlagsgreiðslur ættu ekki að geta verið hærri en einfalt meðlag, því með þeirri upphæð að viðlögðum opinberum bótum, að teknu tilliti til umgengni, þá fær forsjárforeldrið nær allan kostnað vegna barnsins greiddan.

Auknar meðlagsgreiðslur.

Einkamálaskrifstofa Dómsmálaráðuneytisins hefur útbúið töflu, þar sem útfrá heildartekjum eru gefnar leiðbeinandi reglur hvernig dæma megi forsjárlausa í aukin meðlög. Svipað verklag er við lýði í Danmörku. Bæði í Danmörku og á Íslandi er tekið fram að töflurnar eru til viðmiðunar. Í praksís er hér á landi nær eingöngu horft á þessar tölur. Í öðrum löndum eru vandaðri útreikningar, þar sem tekið er tillit til fleiri þátta, með reikningslegum hætti.

Í Danmörku er meðlag kr. 11.503 á mánuði en á Íslandi kr. 16.586. Það þarf því að hækka danska meðlagið um 44% til að verða jafnhátt því íslenska. Tekjuviðmið í íslensku töflunni, er svo 9-24% lægri en í dönsku töflunni. Íslensk stjórnvöld dæma þannig meðlagsgreiðendur mun harðar bæði til greiðslu lágmarks meðlags og til aukinnar meðlagsgreiðslna.

Tafla. Samanburður á tekjuviðmiðum, í Danmörku og á Íslandi, til greiðslu aukinna meðlaga. Heimild: www.foreningenfar.dk og www.domsmalaraduneyti.is, gengi DKK er notað 11,3 til að reikna dönsku upphæðirnar yfir í íslenskar krónur.

Forsjár aðilinn getur krafið hitt foreldrið, hvenær sem er, um aukin meðlög. Forsjárforeldrum er í lófa lagið að ná fyrst hagstæðarari eignaskiptasamning við skilnað, gegn eðlilegri meðlagsgreiðslu, en svo sækja um aukið meðlag. Stjórnsýslan skilgreynir að það gangi í berhögg við þarfir barns ef forsjárlausa foreldrið greiði ekki sem mest til forsjár foreldrisins. Hin forsjárlausi fær enga möguleika eða boð um meiri hlutdeild í lífi barns, eða ríkjandi þáttaka viðurkennd. Þannig hefur forsjár foreldri alltaf “veiðileyfi” að tekjum hins forsjárlausa. Spyrja má hvort er barni mikilvægara, virk þáttaka forsjárlausa í uppeldinu eða að sem mestir fjármunir séu millifærðir frá heimili forsjárlausa til heimili forsjárforeldris.

Ef forsjárlaust foreldri greiðir tvöfalt meðlag með barni, hefur barnið í reglulegri umgengni og móðir fær barnabætur og aðrar opinberar bætur og ívilnanir, þá fær forsjárforeldrið alla framfærslu barnsins greidda og mun meira en það. Meðlag er ekki tekjujöfnunartæki né til framfærslu forsjáraðilans, enda rækilega skilgreint í lögum að meðlag sé eign barns. Við slíkar aðstæður sinnir forsjáraðilinn ekki fjárhagsframfærslu síns barns, þar sem viðkomandi fær meira en alla framfærsluna greidda.

Í barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna segir í 18. gr.. “Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. “ Í mannréttindasáttmála Evrópu segir í 8 gr. “Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.” Á Íslandi eru þessi ákvæði þverbrotin, með að svipta hæft foreldri forsjá barna sinna, og skilgreina að framfærslu sé einvörðungu hægt að sinna með greiðslu meðlags. Með beinni umönnun (sameiginlegrir forsjá) myndi löggjafinn tryggja rétt barns til beggja foreldra með hliðsjón af 18. gr. barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og réttindi forsjárlausa aðilans til fjölskyldulífs samanber 8.gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Því miður hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst litið á forsjárlausa sem meðlagsgreiðendur. Þar hafa bæði gölluð lög og kvensetin stjórnsýsla verið börnum og forsjárlausum (feðrum) óþægur ljár í þúfu.

Því miður hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst litið á forsjárlausa sem meðlagsgreiðendur en ekki uppalendur.

Gísli Gíslason ritari í FÁF

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0