OKTÓBER 2006  s. 2

 

Og þessi sama móðir ákvað skyndilega í júní 2004 að hún vildi ekki sinna barninu framar, skildi barnið eftir  á vinnustað föður þess og tók fram í vitna viðurvist að hún vildi ekki lengur sinna því, en skipti svo um skoðun nokkrum klukkustundum síðar...

 

Hvar er hagur barnsins í öllu þessu máli ?

 

Hvaða virðing er barninu sýnd?  Hér virðist alls ekki hugsað um það. Það er alvarlegt mál. Er verið að biðja um harmleik?…

 

Síðan 9. janúar 2006 hefur telpunni verið meinað allt samband við föður sinn, henni er jafnvel bannað að tala við hann í síma. Slíkt ábyrgðarleysi er óviðunandi. Barnið er aftur orðið fórnarlamb, réttur þess og óskir eru virtar að vettugi. 

 

Hvað gera þau yfirvöld sem leitað hefur verið til í rúma níu mánuði ?  EKKERT ?

 

Hvað viðkemur föðurnum þá var hann lagður inn á sjúkrahús upp á líf og dauða (í maí, júní og í september 2006). Án þessarar innlagnar væri hann ekki hér. 

Þessar óbærilegu og ómannlegu aðstæður sem honum eru gerðar, eru orsök þeirra alvarlegu hjarta – og lungnaveikinda sem hann hefur orðið fyrir.

Nú, verður hann að vera í langri læknismeðferð til að forðast alla áhættu. Þetta er óásættanlegt !

 

Hér er um óréttlæti að ræða : faðir er hundsaður, grátt leikinn og dæmdur á algerlega óviðunandi hátt. Og hitt foreldrið getur hegðað sér eins og því sýnist án þess að nokkrum viðurlögum sé beitt. Og barnið hefur hvorki málfrelsi né nokkuirn rétt til að umgangast föður sinn á sanngjarnan hátt.

 

Allt er þetta óviðunandi og við getum ekki orða bundist.

 

Sameiginleg forráð eru virt að vettugi. Laura fær ekki einu sinni nauðsynlegan lágmarkstíma, sem andlegt jafnvægi hennar þarfnast, með föður sínum sem reynt er að hrekja út úr lífi hennar.

 

Hvar er framkvæmd sameiginlegs forráðs sem öllum börnum ber ?


Er rangt að elska dóttur sína, aðstoða hana í raunverulegri neyð og vera umhyggjusamt foreldri og krefjast þess sem er eðlilegast af öllu: að barn megi njóta sín og þroskast og hafa samband við báða foreldra sína með sameiginlegum forráðum sem hverju barni ber ?

 

Laura hefur eins og öll önnur börn fyllsta rétt til að njóta sín með báðum foreldrum jafnt. Faðir hennar á einnig rétt á því að hafa dóttur sína hjá sér til þess að geta loksins lifað eðlilegu lífi.

 

 

SOS SKILNAÐARBÖRN - Sunnudagabörnin       
F-59700 MARCQ EN BAROEUL – Frakklandi.
                    Formaðurinn:

 

                                                     Alain Moncheaux

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0