Í Kanada hefur móðir nýverið misst forsjá barna sinna vegna þess að hún bæði tálmaði umgengni og markvisst braut niður föðurímynd barnanna. Það niðurbrot er nefnt á engisaxnesku Parential alienation syndrome (PAS), sem þýtt hefur verið sem föðursvipting. Dómurinn segir að það sé skýrt að föðusvipting sé ofbeldi sem ekki verði liðið.Svipað dómsmál hefur einnig átt sér stað í Noregi, þar sem móðir er svipt forsjá barna sinna vegna föðursviptingar.

Hér á landi hafa birst héraðsdómar, þar sem segir ljóst sé að forsjárforeldri hafi vanrækt forsjárskyldu sínar, stundað markvissar umgengnistálmanir osfrv. En sjaldnast hefur dómsvaldið séð ástæðu til að slíkt sé næg ástæða fyrir forsjárbreytingu. Í Fréttablaðinu 10 mai sl má lesa um eitt slíkt mál, þar sem kemur fram að móðir hafi vanrækt forsjárskyldur en samt dæmd forsjá (sjá fylgiskjal)

Svipað mál er í Noregi. Þar hefur móðir verið svipt forsjá vegna PAS.

Sjá: Noregur: Móðir tálmar umgengni og faðir fær þ.a.l forsjána.

 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0