Aukinn fæðingarorlofsréttur var farsæl ákvörðun og staðfest er að æ fleiri feður nýta fæðingarorlofið. Aukin þátttaka feðra í uppeldi barna kann ennfremur að stuðla að launajafnrétti kynjanna. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að lengingu fæðingarorlofs. Gæta skal að því að ef aðeins einn aðili er með forsjá geti hann fengið fullt fæðingarorlof. Stuðla ber að því að báðir foreldrar beri ávallt sem jafnasta ábyrgð á uppeldi barna, óháð hjúskaparstöðu foreldranna. Sameiginleg forsjá verði meginregla frá fæðingu barns án tillits til þess hvort foreldrar búa saman. Nauðsynlegt er að tryggt sé að öllum börnum standi til boða dagvistunarúræði strax frá lokum fæðingarorlofs foreldra. Sjálfstæðisflokkurinn hvetur sveitarstjórnir til að virkja einkaaðila í þeim efnum.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.