Einnig var samþykkt að hækka til muna niðurgreiðslur til dagforeldra. Hækkunin nemur á bilinu 43-59% eftir félagslegri stöðu foreldra. Í tilkynningunni segir að lækkun leikskólagjaldanna sé annað skrefið í átt til gjaldfrjáls leikskóla í höfuðborginni, en Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri kynnti þá stefnumótun síðast liðið vor. Í fyrsta skrefinu, sem stigið var haustið 2004, fólst að fimm ára gömlum börnum stóðu til boða þrjár gjaldfrjálsar stundir á dag.
Lækkunin nú kemur fimm ára börnunum einnig til góða. Fram kom hjá borgarstjóra, þegar áformin voru kynnt í mars sl., að árlegur sparnaður hjóna með eitt barn í átta stundir á leikskóla á dag, muni nema ríflega 200 þúsund krónum á ári, þegar öll skrefin hafa verið stigin í átt til gjaldfrjáls leikskóla.
Innlent | mbl.is | 2.1.2006 | 09:46
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.