FÉLAG ábyrgra feðra óskar konum til hamingju með 30 ára afmæli kvennafrídagsins.
Félagið þakkar konum jafnframt fyrir að hafa leitt baráttu fyrir jöfnum réttindum karla og kvenna í gegnum tíðina en minnir á að í forsjármálum ríkir stórkostlegt kynbundið misrétti þar sem konur fá forsjá og/eða lögheimili barna eftir skilnað í yfir 90% tilvika og meðlagsgreiðendur eru 97% karlar. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn félagsins.

“Félag ábyrgra feðra ákallar konur um stuðning við baráttu sína fyrir jafnri foreldraábyrgð enda er það gamalt baráttumál kvenna. Karlar á Íslandi hafa á undanförnum áratugum fylkt sér undir merki kvenna og tekið sífellt aukna ábyrgð á uppeldi barna.

Félag ábyrgra feðra styður konur heilshugar í baráttu þeirra fyrir fullu launajafnrétti. Félagið telur fullt foreldrajafnrétti öruggustu leiðina til launajafnréttis.

Félag ábyrgra feðra telur að þegar foreldrar búa ekki saman sé sameiginleg forsjá og jöfn umönnun sem meginregla traustasta leiðin til að rétta hlut kvenna á vinnumarkaði. Félagið hvetur konur til að fylkja sér undir merki feðra í baráttu fyrir fullu foreldrajafnrétti,” segir í ályktuninni.

mbl.is, Mánudaginn 24. október, 2005

Sjá nánar: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1045582

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0