Það er danska dagblaðið Kristeligt Dagblad, sem greinir frá þessu í dag.
„Það er áhyggjuefni þegar menn, sem ætla að nýta sér rétt sinn, eiga á hættu að missa starf sitt. Við samþykkjum ekki slíkt og munum fara með málið eins langt og komist verður,“ sagði John Dahl, formaður verkalýðsfélagsins HK, í samtali við blaðið.
Fyrir árið 2003 voru uppsagnarmál af þessu tagi fátíð í landinu. Málunum hefur hins vegar fjölgað eftir að karlar fóru í auknum mæli að nýta sér réttinn til að taka sér feðraorlof, að sögn Dahls.
Forsvarsmenn annarra verkalýðsfélaga taka undir orð Dahls en þrjú mál af þessum toga hafa komið inn á borðið hjá verklýðsfélagi í matvælaiðnaði það sem af er þessum mánuði.
Kenneth Reinicke, lektor í kynjafræðum við háskólann í Hróarskeldu, sagði í samtali við blaðið, að þótt málin séu fá þá séu þau grafalvarleg. „Það er mikilvægt að bregðast við í málum sem þessu því nokkur atvik af þessu tagi geta orðið til þess að aðrir feður hætta við orlof sitt,“ sagði hann.
mbl.is 25.08.2005
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.