Launamunur kynjanna hefur mikið verið í umræðunni nú undanfarna daga í tengslum við kvennafrídaginn. Margvíslegar skoðanir eru uppi um hvað sé til ráða til að koma á launajafnrétti í landinu. Kvenréttindahreyfingar forðast það þó eins og heitann eldinn að takast á við rót vandans. Þ.e. ábyrgð og einkarétt kvenna á börnum. Á meðan konur bera þungan af umönnun barna þá er erfitt að ætlast til þess að fullkomið jafnrétti náist á vinnumarkaði.

Konur þurfa ekki að bera alla þessa ábyrgð á börnunum. Þær þurfa bara að hætta að ríghalda í einkarétt sinn á börnum og leyfa feðrum að axla sína ábyrgð á umönnun barna. Raunar á það að vera þannig að feður hafi ekki bara leyfi til að sinna ábyrgð sinni á umönnun barna heldur á þjóðfélagið að krefjast þess með sama hætti og þjóðfélagið gerir kröfur á konur að sinna börnum sínum.

Tölur um meðlagsgreiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins gefa til kynna að 95,5% barna sem eiga foreldra á tveimur heimilum eigi lögheimili hjá móður. Aðeins 4,5% þessara barna eiga lögheimili hjá föður. Þessi gríðarlegi kynbundni munur er sláandi og úr öllum takti við mældan vilja barna, feðra og jafnvel mæðra.

Fjöldi meðlagsþega og upphæð sem greidd var árið 2009 eftir kyni
Til konu Til karls
Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
Fjöldi meðlagsþega 10.238 95,1% 523 4,9%
Upphæð meðlagsgreiðslna 3.804 millj. kr. 95,5% 178 millj. kr. 4,5%
Mæðra- og feðralaun 321 millj. kr. 96,1% 13 millj. kr. 3,9%
Tölulegar upplýsingar fengnar hjá Tryggingarstofnun ríkisins http://www.tr.is

Um 50.000 manns komu saman vegna kvennafrídags til að styðja við kvenréttindabaráttuna. Enginn annar þjóðfélagshópur hefur eins mikinn stuðning, samhug eða samúð og konur. Ef allir þessir 50.000 manns myndu styðja Félag um foreldrajafnrétti í baráttu sinni fyrir réttindum barna til beggja foreldra sinna. Styddu okkur í því að láta ekki kynjamisrétti bitna á börnunum okkar. Þá yrði jöfnuður á vinnumarkaði að mestu sjálfkrafa fylgifiskur þess.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0