Guy Harrison, félagi í baráttusamtökum forræðislausra feðra, hefur klifrað upp á þak þinghússins í Lundúnum, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Ber Harrison borða, sem á stendur: Stendur Bush á sama?

Harrison stóð við annan mann að mótmælaaðgerðum í neðri deild breska þingsins í maí sl. þegar hann kastaði smokki fullum af fjólubláu dufti í Blair þegar hann var í ræðustóli.

Samtökin, sem nefna sig Fathers 4 Justice, hafa oft staðið fyrir óvenjulegum mótmælaaðgerðum. Tveir úr samtökunum klifruðu m.a. í júlí upp á þak dómkirkjunnar í Jórvík. Fyrir réttu ári klifraði félagi í samtökunum upp á gluggasyllu á Buckinghamhöll, íklæddur Batman-búningi.

Erlent | mbl.is | 27.9.2005 | 15:05

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0