Hlutverk kynjanna er að breytast. Mikið er talað um margvíslegan vanda hjá konum, en minna hvað hrjáir karlkynið. Í nýlegri grein í bandaríska fréttamiðlinum worldnetdaily.com er skoðað vandamál nútímamannsins í Bandaríkjunum. Þar kemur m.a. fram:

• Karlmenn, sem áður lifðu svipað lengi og konur, lifa nú að meðaltali 10 árum skemur.
• Drengjum gengur orðið almennt verr en stúlkum í skólum.
• Það eru miklu minni líkur til að drengir klári háskólanám en stúlkur
• Sjálfsmorðstíðni, drengja, ungra feðra, og eldri karlmanna er frá 4 sinnum til 10 sinnum algengari en hjá sambærilegum kvennkynshópum.
• Samkvæmt rannsóknum Dr. William Pollack hjá “Harvard Medical School Center for Men”, þá er almenn heilsa hins meðal karlmanns í Bandaríkjunum alvarlega ef ekki mjög alvarleg.
• Þrátt fyrir aukna umræðu um jafnréttismál, þá vinna karlmenn og feður lengri og lengri vinnudag, samanborið við konur í svipuðum stöðum. Þeir ráðast í meiri álagsstörf sem þar bilið milli velgengni og atvinnuleysis er oft lítið.

Drengir hætta í skóla frekar en stúlkur. Stúlkum virðist líða betur í skólanum. Karlmenn eru oftar en ekki meðhöndlaðir ósanngjarnt af fjölskyldudómstólum. Þeir verða oftar fyrir fölskum ásökunum um ýmislegt ofbeldi, sem oft er erfitt að afsanna.

Það fara um 7 sinnum meiri fjármunir frá hinu opinbera til að leitarstöðva fyrir brjóstakrabbamein hjá konum en til leitarstöðva að krabbabeini í blöðruhálskirtli hjá körlum. Samt eru krabbamein í blöðruhálskirtli 9% algengara en brjóstakrabbamein kvenna. Kvennkyns leitarsamtök vestra fá mun meiri fjármuni frá hinu opinbera en sambærileg karlafélög.

Staðreyndin er að dánartíðni er verulega hærri hjá körlum en konum vegna flestra gerðar af sjúkdómum, s.s. krabbameini, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum sem og slysa. Það er varlega áætlað að karlmenn séu 5 sinnum líklegri til að fremja sjálfsmorð en konur.

Í Bandaríkjunum eins og hér á landi, búa börn oftast hjá móður eftir skilnað. Karlmenn eru illa meðhöndlaðir í dómskerfinu. Það er ekki bara að þeim gengur illa að fá forsjá barna sinna við skilnað, heldur liggja þeir oft undir fölskum ásökunum um allskonar ofbeldi og óhæfu. Það er sagt að það styðji mæður mikið í forsjármálum að bera upp ofbeldis ásökun, við skilnað. Þá er kominn áburður sem erfitt er að hreinsa sig af. Þetta styrkir þeirra stöðu í skilnaðarferlinu.

Í greininni er sagt að á 15 sekúndna fresti verði konur fyrir ofbeldi í Bandaríkjunum, en jafnframt er bent á að á 14 sekúndna fresti eru konur gerendur ofbeldis við sambýlis eða eiginmenn sína.  http://aja.ncsc.dni.us/domviol/page2.html

Þetta er nokkrar staðreyndir stöðu karla í vesturheimi. !!! Trúlega er hægt að yfirfæra þetta mest allt á íslenskan veruleika.

Sjá nánar: http://worldnetdaily.com/news/article.asp?ARTICLE_ID=48895

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0