A morgun kl. 9.00 hefst karla ráðstefna, sem haldin er af Félagsmálaráðherra.

KARLARÁÐSTEFNA um jafnréttismál verður haldin í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 1. desember næstkomandi frá kl. 9–12. Árni Magnússon félagsmálaráðherra boðar til ráðstefnunnar og í tilkynningu

frá félagsmálaráðuneytinu segir að ráðstefnan sé eingöngu ætluð körlum, með þeirri undantekningu að frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, muni ávarpa ráðstefnuna og sitja hana sem verndari og heiðursgestur. Þá eru karlar hvattir til að sækja ráðstefnuna og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Að undirbúningi hennar með ráðherra hefur komið hópur manna, þeir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri á Jafnréttisstofu, Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson rithöfundur flytja erindi. Þá mun Egill Helgason sjónvarpsmaður stýra tveimur pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu munu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkum og á hinu pallborðinu munu sitja menn sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Þórhallur Gunnarsson sjónvarpsmaður verður ráðstefnustjóri.

Karlar eru hvattir til að mæta

Karlaráðstefna um jafnréttismál 1. desember

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0