NÚ GENGUR í garð sá tími sem mest hreyfir við tilfinningum okkar. Tíminn sem við helst vildum eiga með þeim sem við elskum mest – börnunum okkar. Sorgin sem fylgir því að fá ekki að umgangast barnið sitt verður sárust þegar jólin koma – tími barnanna.

NÚ GENGUR í garð sá tími sem mest hreyfir við tilfinningum okkar.
Tíminn sem við helst vildum eiga með þeim sem við elskum mest – börnunum okkar.

Sorgin sem fylgir því að fá ekki að umgangast barnið sitt verður sárust þegar jólin koma – tími barnanna.

Margir feður hafa ekki umgengni við börn sín. Virðist sem mæður, veikar mæður, geti ráðstafað börnum sínum eins og viðskiptavarningi. Gert börnum sínum að vera föðursvipt.

Margar rannsóknir sýna að börn sem ekki fá að umgangast föður sinn verða undir í lífsbaráttunni.

Tíðni sjúkdóma, sjálfsvíga og annarrar ógæfu er svo aukin hjá þessum börnum að svipting föður flokkast undir glæp – alvarlegasta glæp.

Hugur minn stendur til þessarra barna, til feðranna sem ekki fá að sjá börnin sín.

Sá sem jólin eru helguð vildi veg barna – ekki jól án barnanna.

Jón Gunnar Hannesson
Höfundur starfar með Félagi ábyrgra feðra.
mbl.is sunnudaginn 18 des 2005

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0