Fjöldi barna sem búa jafnt hjá báðum foreldrum eykst ár frá ári í Svíþjóð. Árið 1984 voru það aðeins 1 % af skilnaðarbörnum sem bjuggu til skiptis hjá foreldrum en árið 2004 eru 20% af skilnaðarbörnum, þar sem foreldrar og börn velja jafna búsetu, viku og viku eða tvær vikur og tvær vikur.
 
Það kemur einnig fram að 38% af skilnaðarbörnum búa í minna en 4 kílómetra fjarlægð frá forsjárlausa foreldrinu. Í dag eru um 104 þúsund börn í Svíþjóð sem hafa skipta búsetu. Fordómar út í þetta sambúðar form eru minnkandi, enda sýna rannsóknir að börnum sem búa hjá báðum foreldrum vegnar almennt betur en börn sem búa hjá einstæðu foreldri.

Í greininni er fjallað um ýmsar rannsóknir um þessi mál og allar styðja það að þegar því er viðkomið þá sé þetta besta lausnin.

Í niðurlagi greinarinnar er fjallað um hina sænsku Forsjárnefnd, sem er að störfum. Álit nefndarinnar er í lauslegri þýðingu: Það er fullyrt að jöfn búseta barna er forsjárform sem við ákveðnar aðstæður getur virkað mjög vel og gefur barni eðlilegt og óþvingað samband við báða foreldra. Það er einnig bent á að forsendur fyrir svona formi eru að foreldrarnir geti unnið saman og verið sveigjanleg og að foreldrarnir búa nálægt hvort öðru, þannig að barnið búi í sama umhverfi hjá báðum foreldrum, eigi sömu vini, fari í sama skóla osfrv.

Sænska ríkisstjórnin er að vinna að endurskoðun á barnalögum hjá sér og ráðgerir að setja fram ýmsar lagabreytingar á forsjármálum, ekki síst til að styrkja sameiginlega forsjá og jafna umönnun.

Sjá nánar: http://www.svd.se/dynamiskt/idag/did_10808607.asp

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0