Í greininni er fjallað um ýmsar rannsóknir um þessi mál og allar styðja það að þegar því er viðkomið þá sé þetta besta lausnin.
Í niðurlagi greinarinnar er fjallað um hina sænsku Forsjárnefnd, sem er að störfum. Álit nefndarinnar er í lauslegri þýðingu: Það er fullyrt að jöfn búseta barna er forsjárform sem við ákveðnar aðstæður getur virkað mjög vel og gefur barni eðlilegt og óþvingað samband við báða foreldra. Það er einnig bent á að forsendur fyrir svona formi eru að foreldrarnir geti unnið saman og verið sveigjanleg og að foreldrarnir búa nálægt hvort öðru, þannig að barnið búi í sama umhverfi hjá báðum foreldrum, eigi sömu vini, fari í sama skóla osfrv.
Sænska ríkisstjórnin er að vinna að endurskoðun á barnalögum hjá sér og ráðgerir að setja fram ýmsar lagabreytingar á forsjármálum, ekki síst til að styrkja sameiginlega forsjá og jafna umönnun.
Sjá nánar: http://www.svd.se/dynamiskt/idag/did_10808607.asp
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.