Undanfarna tíu vetur hafa um 7.000 manns tekið þátt í hjóna- og sambúðarnámskeiðum á vegum Hafnarfjarðarkirkju sem kallast “Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð”. Nú er því að hefjast ellefta starfsárið. “Námskeiðin eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka sem vilja styrkja samband sitt,” segir sr. Þórhallur Heimisson, sem heldur námskeiðin.
Námskeiðin sækir fólk af öllu landinu og þau hafa verið haldin í samvinnu við sóknarpresta víða um land meðal annars á Selfossi, Eyrarbakka, Höfn í Hornafirði, Akureyri, Hvammstanga, Egilsstöðum, Borgarnesi, Eskifirði, Akranesi, Suðureyri, Hveragerði, Hruna, Keflavík, Seltjarnarnesi, í Reykjavík og í Árnesi.Gildrur sambúðarinnar
Einnig hefur námskeiðið verið haldið í Ósló auk þess að fara reglulega fram í Hafnarfjarðarkirkju. Á námskeiðunum er farið í gegnum helstu gildrur sambúðarinnar, hvernig fjölskyldumynstrum hægt er að festast í, fjallað um væntingar, vonir og vonbrigði þeirra sem tilheyra fjölskyldunni.
En fyrst og fremst er talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð, hvernig styrkja má innviði fjölskyldunnar og hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja deilur og samskiptaörðugleika.Námskeiðið fer fram í formi samtals milli þátttakenda og leiðbeinanda, þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni saman og hvert fyrir sig. Að lokum fá allir heimaverkefni upp á framtíðina. Enginn þarf að tjá sig á námskeiðinu frekar en hann vill. Leiðbeinandi á námskeiðunum frá upphafi hefur verið sr. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, en hann samdi einnig námskeiðið.

mbl.is Laugardaginn 7. janúar, 2006 – Blaðaukar

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0