Jafnréttisráð fjallaði nýverið á fundi sínum um nýju fæðingar- og foreldraorlofslögin og gildistöku þeirra frá og með áramótunum. Jafnréttisráð vill af því tilefni koma á framfæri hvatningu til allra verðandi foreldra að kynna sér þessa nýju löggjöf þar sem nú er gert ráð fyrir því að foreldrar geri áætlanir um töku orlofsins með 6 vikna fyrirvara.
Mikilvægt er að verðandi feður verði samtaka í því að nýta sér rétt sinn til 1 mánaðar fæðingarorlofs frá 1. janúar 2001. Mikilvægt er einnig að fyrirtæki, ríki og sveitarfélög búi sig undir breytt starfsumhverfi starfsmanna sinna og taki óskum þeirra um skipulagningu fæðingarorlofs vel, segir í ályktuninni.
Stjórn Félags ábyrgra feðra ályktaði um fæðingarorlofið 29. nóvember sl. og sendi þá fjölmiðlum m.a. eftirfarandi: “Um áramótin taka gildi lög um fæðingarorlof sem tryggja eiga í áföngum rétt feðra til töku fæðingarorlofs. Félag ábyrgra feðra fagnar skrefinu enda telur félagið mikilvægt að börn fái að alast upp hjá báðum foreldrum sínum. Telur félagið enn fremur fagnaðarefni að börnum sé ekki mismunad í málum sem þessum vegna sambúðarforma eða hjúskaparleysis foreldra þeirra.”
4. janúar 2001
Úr Morgunblaðinu
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.