Svíar hafa hug á því að lengja fæðingarorlof þar í landi úr tólf mánuðum upp í fimmtán mánuði en þetta kemur fram hjá höfundi skýrslu um fæðingarorlof sem unnin var að tilstuðlan sænsku ríkisstjórnarinnar.

Höfundur skýrslunnar, Karl-Petter Thorwaldsson, leggur til að tekið verði upp þrískipt fyrirkomulag að íslenskri fyrirmynd þannig að báðir foreldrar muni eiga rétt á fimm mánaða orlofi en geti ráðstafað þeim fimm mánuðum sem eftir eru að eigin vilja. Hann segir rök breytinganna fyrst og fremst þau að feður þar í landi notfæra sér innan við fimmtung af heildar fæðingarorlofi.

Greint er frá málinu i Morgunblaðinu í dag.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0