Íslendingar skulda rúma 14 milljarða í meðlagsgreiðslur og fjórði hver meðlagsgreiðandi á í miklum erfiðleikum með að greiða þær skuldir. Frá þessu segir í úttekt Innheimtustofnunar sveitarfélaga á stöðu meðlagsgreiðenda í landinu.
Meðlag með barni eru 17.249 krónur á mánuði og er greitt með um 22.000 börnum á landinu að 18 ára aldri. Tryggingastofnun ríkisins sér til þess að foreldrar fái meðlagið þó það sé í vanskilum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Sjónvarpsins.
Innlent | mbl.is | 27.3.2006 | 19:22
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.