“Hæstiréttur staðfestir nálgunarbann
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann karlmanns gagnvart fyrrum sambýliskonu og barnsmóður og heimili hennar en ekki þótti ástæða til að nálgunarbannið næði einnig til heimilis foreldra konunnar líkt og Héraðsdómur Reykjavíkur taldi.
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um nálgunarbann karlmanns gagnvart fyrrum sambýliskonu og barnsmóður og heimili hennar en ekki þótti ástæða til að nálgunarbannið næði einnig til heimilis foreldra konunnar líkt og Héraðsdómur Reykjavíkur taldi.
Hafði konan ítrekað kallað til lögreglu þar sem maðurinn hafi áreitt hana og valdið ónæði.
Fólkið hóf sambúð árið 2002. Slitu þau samvistum í febrúar 2004, en þau hafi þó aldrei verið skráð í sambúð. Þegar sambandi þeirra lauk hafi hún verið barnshafandi og hafi sonur þeirra fæðst sama ár. Fór konan ein með forræði barnsins. Er umgengnismál til meðferðar hjá sýslumanninum í Reykjavík.
Innlent | mbl.is | 14.6.2006 | 16:45″
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.