Í dag er dagurinn til að gefa afa og ömmu blóm eða annan glaðning. 🙂

Í tilefni af deginum viljum við vekja athygli á rannsókn á sýn ömmu og afa á skilnað og jafna búsetu barna eftir þær Sigrúnu Júlíusdóttur og Sólveigu Sigurðardóttur (2010).
Fjórðungur skilnaðarbarna búa jafnt hjá báðum foreldrum eftir skilnað og langoftast er fyrirkomulagið vika og vika. Samskipti þessara barna við foreldra sína virðast jafngóð og þeirra barna sem búa hjá báðum foreldrum sínum samkvæmt rannsókn Ársæls Arnarssonar og Þórodds Bjarnasonar (2008).

Rannsóknin tekur til barna sem búa jafn hjá báðum foreldrum en jafnframt er þess getið að ekki búa öll börn við þau gæði. Mörg börn verða beinlínis fyrir skaða vegna erfiðleika innan fjölskyldu í kjölfar skilnaðar þegar kynslóðatengsl eru rofin.

Hér er hægt að nálganst rannsóknina: Skilnaður og jöfn búseta barna – Sýn ömmu og afa

Hér eru upplýsingar um National Grandparents Day á Wikipedia.

Til hamingju með daginn afi og amma 🙂

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0