BARNAHEILL og samtökin Heimili og skóli hafa hvor um sig unnið að því að vekja fólk til umhugsunar um ábyrga netnotkun. Verkefni hvorra tveggju samtakanna hafa verið styrkt af Evrópusambandinu. Nú hafa þessi samtök sameinað krafta sína að hluta til á þessum vettvangi með stuðningi Símans sem leggur samtökunum til bæði tæki og þekkingu.
Heimili og skóli hafa staðið fyrir verkefninu SAFT, Samfélag, fjölskylda og tækni sem er vakningarátak um jákvæða og örugga notkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum. Verkefnið er unnið í nánu sambandi við aðrar Evrópuþjóðir. Barnaheill hafa um nokkurt skeið starfrækt ábendingalínu þar sem tekið er á móti ábendingum um barnaklám á netinu. Ábendingunum er fylgt eftir og málin send til lögreglu til rannsóknar, þau tilkynnt til netþjónustufyrirtækja og ef efnið er vistað erlendis eru samstarfsaðilar sem starfrækja ábendingalínu í viðkomandi landi látnir vita.
Á myndinni eru: Hrönn Þormóðsdóttir, verkefnisstjóri hjá samtökunum Barnaheillum, Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, og Anna Margrét Guðmundsdótti, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla.
mbl.isFimmtudaginn 30. mars, 2006 – Innlendar fréttir
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.