Næstu fjóra mánudaga stendur jafnréttisnefnd Háskóla Íslands fyrir fyrirlestraröð um fjölskyldumál og jafnrétti. Í fyrirlestraröðinni verður fjallað um samtvinnun fjölskyldu- og jafnréttismála frá ýmsum sjónarhornum, og hvernig karlar og konur, stofnanir og fyrirtæki geta – og hafa – tekist á við þann vanda sem fylgir því að taka þátt í atvinnulífinu eða mennta sig, samhliða því að eiga og byggja upp gott fjölskyldulíf. M.a. verður horft til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað að undanförnu í efnahags-, atvinnu- og menntamálum, og hvernig slíkar breytingar geta haft áhrif á fjölskyldulíf fólks. Lesa fréttina á vefnum

Mánudagur 23. febrúar
Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi hjá ÓB ráðgjöf
Mikilvægi feðra í frumbernsku

Mánudagur 2. mars
Gyða Margrét Pétursdóttir, doktorsnemi í félags- og kynjafræði í Háskóla Íslands
„Nú yfirgefur nýfrjálshyggjan stjórnar’heimilið’“ – hvað með hin heimilin? Nokkur orð um vinnumenningu, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð

Mánudagur 9. mars
Guðný Björk Eydal, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Samþætting náms og einkalífs: Fjölskyldustefna fyrir alla?

Mánudagur 16. mars
Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands
„Ég vildi ekki akta á þetta“. Samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0