Hér verður fjallað um frumvarp sem Dögg Pálsdóttir lagði fyrir Alþingi 31. október 2007. Frumvarp þetta fór í gegnum fyrstu umræðu og síðan vísað til Alls­herjar­nefndar. Málið var ekki afgreitt úr nefnd en nefndin fór fram á umsögnir frá 42 aðilum og þar af skiluðu 17 aðilar um­sögn um frum­varpið. Auk þeirra sem beðnir voru um að senda inn umsögn sendu Akur­­eyrarbær, Sýslumaðurinn í Kópa­vogi og Félagsráðgjafafélag Íslands. Þannig að alls bárust 20 um­sagnir.

Breyt­ingar sem mælt var með í frumvarpinu voru:

·Að karlmenn geti höfðað faðernismál þrátt fyrir að barn sé áður feðrað til að tryggja það að maður sem telur sig vera föður barns geti höfðað faðernismál.

·Að báðir foreldrar þurfi að samþykkja lögheimilisflutning barns þegar um sam­eigin­lega forsjá er að ræða til að tryggja það að lögheimilisforeldri geti ekki raskað umgengni við hitt foreldrið með fluttningi á lögheimili barnsins milli lands­hluta.

·Að forsjá flytjist að jafnaði til eftirlifandi foreldris við andlát forsjár for­eldris­ins í stað stjúpforeldris enda þykir það almennt eðlilegra.

·Að foreldrar með sameiginlega forsjá geti samið um tvö lögheimili til að jafna stöðu skattalega foreldra og að báðir verði viðurkenndir fram­fær­endur barns.

·Að dómarar fái heimild til að dæma í sameiginlega forsjá til að koma í veg fyrir harka­legar deilur þar sem annað foreldrið vinnur og hitt foreldrið tapar. Þessi heimild er á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. Ástæðulaust er að vantreysta dóm­stólum til að meta forsjárhæfi og það hvort slíta eigi forsjá eða hafa hana sam­eiginlega. Fullyrt er að verði dómaraheimild samþykkt þá muni forsjár­málum fækka.

·Að leyfilegt verði að dæma/úrskurða um umgengni allt að 7 af 14 dögum. Þar væri verið að fylgja fordæmi Dana og ýta undir jafna búsetu.

·Að dómari þurfi ríka ástæðu til að bráðabirgðaforsjá fari á eina hendi og eða um­gengni við annað foreldri verið skert til að jafna stöðu foreldra í forsjármáli. En forsjármál taka langan tíma og ef annað foreldrið er nánast alveg með barnið á þeim tíma þá er staða foreldra skekkt með þeim hætti.

·Að kostnaður við umgengni verði sameiginlegur milli foreldra eins og almennt gerist um allan annan kostnað varðandi barn. Umgengni er fyrir barnið en ekki foreldrið og því á kostnaður að vera sameiginlegur.

·Að forsjárlaust foreldri hafi aðgang að skriflegum upplýsingum um barn sitt enda eðlileg forsenda þess að foreldri geti fylgst með barni sínu.

Í framsöguræðu sinni benti Dögg á að jafn réttur foreldra og jöfn foreldraábyrgð væri órjúfanleg forsenda þess að hægt væri að ná lengra í jafnréttismálum hér á landi. Hún sagði forsjárdeilur væru í raun árangur mikillar jafnréttisbaráttu sem að mestum hluta hefur verið háð af konum. Konur fóru meira út á vinnumarkaðinn en karlarnir fóru meira að taka þátt í heimilisverkum og umönnun barna. Jafnrétti er bæði viðurkennt og þess er krafist á meðan á sambúð stendur en ef til skilnaðar kemur, þá vill jafnréttið gleymast og karlinn hefur allt í einu ekki rétt til að sinna um­önnun barnanna eins og áður. Dögg varar við gömlu kynjaklisjunum og talaði um um það hversu íslensku barnalögin eru langt á eftir barnalögum annarra Norður­­landa í þróun til jafnrar foreldraábyrgðar. Hún benti einnig á að Danir séu venju­­lega langt á eftir öðrum Norðurlöndum en svo reki Ísland lestina mörgum árum á eftir Dönum.

Þeir þingmenn sem tjáðu sig um málið og tóku því fagnandi voru Katrín Júlíus­­dóttir, Jón Magnússon og Ragnheiður E. Árnadóttir. Þau lýstu yfir fullum stuðn­ingi við það, kvöttu til þess að frumvarpið fengi gott brautargengi og umræðu með opnum huga. Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir al­mennum stuðningi við frumvarpið og sérstaklega þá við tvöfalt lögheimili að kostn­aður við umgengni verði sameiginlegur og að hagur barna sé að umgangast báða foreldra sem jafnast. Kolbrún Halldórsdóttir var eini þing­maður­inn sem tók til máls og studdi ekki frumvarpið. Hún taldi ekki líklegt að hægt væri að búa til lög eða reglur sem ná af sanngirni yfir fólk sem stendur í skiln­aði. Kolbrún lýsti sig andvíga dómaraheimild.

Í lokaræðu Daggar kom hún inn á hagsmuni barna fremur en jafn­réttis­mál. Þar varaði hún við gamaldags viðhorfum eins og það að yngri börn eigi síður að vera hjá föður sínum og lagði áherslu á að börnin þurfi á báðum foreldrum sínum að halda eins og fjölmörg dæmi hafa sýnt fram á.

Akureyrarbær, Barnaheill, Félag um foreldrajafnrétti, Félagsráðgjafafélag Íslands, Félagsþjónusta Kópavogsbæjar, Heimili og skóli, Jafnréttisstofa, Prestafélag Íslands, Samtökin ’78 og Tilvera, 2007 studdu almennt eða mjög sterkt við frum­varp­ið. Margir þessara aðila komu einnig með viðbætur við frumvarpið og lag­fær­ingar og mjög afgerandi varðandi aukna ráðgjaf til foreldra og barna.

Á móti frumvarpinu voru Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Barna­verndar­stofa, Kvenfélagasamband Íslands, Lögmannafélag Íslands, Velferðarsvið Reykja­víkur­­borgar og Sýslumaðurinn í Kópavogi. Rök gegn frum­varp­inu voru helst þau að stutt var síðan lögunum var breytt síðast, að breyta þurfi öðrum lögum og greinum laga, að það auki rótleysi barna, að þvinguð samvinna sé ekki vænleg leið til árangurs.

Ríkisskattstjóri og Tryggingarstofnun ríkisins tóku ekki afstöðu til frum­varps­ins en bentu á atriði sem betur þyrfti að skoða er varðaði þeirra þátt. Umboðsmaður Barna taldi sig ekki hafa tíma til þess að skoða frumvarpið, tók ekki afstöðu til þess en lagði til að því yrði vísað til sifjalaganefndar sem hafði þá verið lögð niður.

Athyglisvert:

Sýslumaðurinn í Kópavogi hvetur til þess að sýslumenn fái meiri heimild til að ráðstafa málum án íhlutunar barnaverndarnefndar og bendir því til stuðnings óbeint á að barnaverndarnefnd sé óhæf til þess að fjalla um þessi mál og mest til þess fallin að tefja mál. Athyglisvert í ljósi þess að sýslumannsembættin eru mánuðum saman að afgreiða mál þrátt fyrir að barnaverndarnefnd komi þar hvergi nærri. Og af hverju ættu sérfræðingar sýslumanns að verða flótari en sérfræðingar barnaverndarnefndar? Hugsanlega yrði þarna um að ræða sömu einstaklingana. Álitsgerð sýslumannsins í Kópavogi er mjög lituð af því að þarna fer stétt sem vill ekki missa spón úr aski sínum mun fremur en að það sé verið að hugsa um hag barnsins.

Kvenfélagasamband Íslands telur tvöfalt lögheimili auka rótleysi barna en mæla með því að hægt verði að skrá aukaheimili í þjóðskrá til að koma í veg fyrir þetta rótleysi. Einnig vilja þær þvinga fram umgengni við þá foreldra sem ekkert vilja með börn sín hafa með dagsektum. Athyglisvert að rótleysi geti minnkað hjá barni við það að í þjóðskrá verði skráð aukaheimili í stað lögheimili nr. 2? Einnig mjög athyglisvert að konurnar í kvenfélagasambandi Íslands skuli vilja þvinga börn í umsjá þeirra sem ekki vilja með þau hafa. Eru það bestu hagsmunir barna?

Hrefna Friðriksdóttir fh. Barnaverndarstofu lýsir Barnaverndarstofu andvíga svona viða­miklum breytingum á barnalögum með hliðsjón af lagasetningu 2003 og breytingum 2006. Athyglisvert að Hrefna Friðriksdóttir sem nú samkvæmt beiðni Dómsmálaráðherra er að vinna að viðamiklum breytingum á barnalögum er hreinlega á móti viðamiklum breytingum á barnalögum í ljósi þess að búið sé að breyta þeim nýlega. Af hverju valdi Dómsmálaráðherra aðila sem er á móti breytingum til að breyta lögunum? Af hverju tók Hrefna að sér að breyta lögunum sem hún er á móti að verði breytt?

Heimildarskrá:

 

Akureyrarbær. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 370, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=370&nefnd=a.

Alþingi. (e.d.a). Allar umsagnabeiðnir í máli 149 á 135. löggjafarþingi. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/dba-bin/umsnr.pl?ltg=135&mnr=149.

Alþingi. (e.d.b). Öll erindi í máli 149 á 135. löggjafarþingi. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=135&mnr=149.

Atkvæðagreiðsla 37187. (2007). Barnalög (sameiginleg forsjá, lögheimili barns o.fl.). Alþingistíðind B-deild, 149, http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=37187.

Atkvæðagreiðsla 37188. (2007). Aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Alþingistíðind B-deild, 149, http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=37188.

Barnaheill. (2008). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 1622, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=1622&nefnd=a.

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 968, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=968&nefnd=a.

Barnaverndarstofa. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 892, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=892&nefnd=a.

Dögg Pálsdóttir. (2007-2008a). Barnalög, 1. umr. Alþingistíðindi B-deild, 149, http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20071102T113929.html.

Dögg Pálsdóttir. (2007-2008b). Barnalög, 1. umr. Alþingistíðindi B-deild, 149, http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20071102T122527.html.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti. (2003). Ný barnalög samþykkt á Alþingi. Sótt 30. október 2009 af http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/178.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti. (e.d.). Nefndir – Ráðuneyti – Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti. Sótt 30. október 2009 af http://www.domsmalaraduneyti.is/raduneyti/nefndir.

Félag um foreldrajafnrétti. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 949, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=949&nefnd=a.

Félagsráðgjafafélag Íslands. (2008). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 1009, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=1009&nefnd=a.

Heimili og skóli. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 891, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=891&nefnd=a.

Jafnréttisstofa. (2008). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 1308, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=1308&nefnd=a.

Jón Magnússon. (2007-2008). Barnalög, 1. umr. Alþingistíðindi B-deild, 149, http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20071102T120241.html.

Katrín Jakobsdóttir. (2007-2008). Barnalög, 1. umr. Alþingistíðindi B-deild, 149, http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20071102T120536.html.

Katrín Júlíusdóttir. (2007-2008). Barnalög, 1. umr. Alþingistíðindi B-deild, 149, http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20071102T121047.html.

Kolbrún Halldórsdóttir. (2007-2008). Barnalög, 1. umr. Alþingistíðindi B-deild, 149, http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20071102T122048.html.

Kópavogsbær, Félagsþjónustan. (2008). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 1008, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=1008&nefnd=a.

Kvenfélagasamband Íslands. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 893, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=893&nefnd=a.

Lögmannafélag Íslands. (2008). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 1017, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=1017&nefnd=a.

Prestafélag Íslands. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 746, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=746&nefnd=a.

Ragnheiður E. Árnadóttir. (2007-2008). Barnalög, 1. umr. Alþingistíðindi B-deild, 149, http://www.althingi.is/altext/raeda/135/rad20071102T121649.html.

Reykjavíkurborg, velferðarsvið. (2008). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 1291, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=1291&nefnd=a.

Ríkisskattstjóri. (2008). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 1850, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=1850&nefnd=a.

Samtökin ’78. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 847, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=847&nefnd=a.

Sýslumaðurinn í Kópavogi. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 747, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=747&nefnd=a.

Sýslumannafélag Íslands. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 748, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=748&nefnd=a.

Tilvera. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 744, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=744&nefnd=a.

Tryggingastofnun ríkisins. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 825, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=825&nefnd=a.

Umboðsmaður barna. (2007). Erindi í máli 149 á 135 löggjafarþingi: Dagbókarnúmer 846, umsögn. Sótt 30. október 2009 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=135&malnr=149&dbnr=846&nefnd=a.

Þingskjal 159. (2007-2008). Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum. Alþingistíðindi A-deild. Sótt 28. 10. 2009 af http://www.althingi.is/altext/135/s/0159.html.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0