Fjöldi barna á aldrinum 5 – 12 ára hringdu á feðradaginn 14. nóvember inn í þáttinn, Sirrý á sunnudagsmorgnum, til að svara þessum spurningum um hvað einkennir góðan pabba.

Öll börnin sem hringdu inn áttu góðan pabba og skilaboðin voru skýr. Góður pabbi eyðir tíma með börnunum sínum og hlustar á þau. Mörg barnanna búa ekki hjá pabba sínum.

Hvernig eru góðir pabbar?

Hér koma nokkur svör barnanna:

 • Hann fer oft með mig á skíði og skauta.
 • Fer oft með mig í bíó og við skemmtum okkur mjög vel.
 • Mjög góðir vinir.
 • Mjög skemmtilegur, alveg frábær.
 • Oft út að labba og veiða.
 • Út í fótbolta stundum.
 • Hlýr og elskar barnið sitt.
 • Hlustar á það og huggar það. (barnið)
 • Förum í bíó, göngutúra.
 • Renna sér og henda upp í loft.
 • Bæði góður vinur og fyrirmynd.
 • Hann gerir fullt af hlutum með mér.
 • Gaman að gera eitthvað með pabba.
 • Leikum okkur.
 • Hann er svo góður við mig.
 • Gerir margt fyrir mann, er góður við mann gerir margt með manni.
 • í keilu
 • í sund
 • bestu feðgar
 • Vill vera með manni og hugsar vel um mann, hann er bara alltaf góður.
 • Hann fer alltaf með mér út að leika og spila fótbolta.
 • Förum á krossara.
 • Vilja vera með manni og gera eitthvað.
 • Fara í sund.
 • Skemmtilegur.
 • Að vera bara með manni eins og hann getur.
 • Skemmtilegur og góður
 • Fara í sumarbústað saman
 • Bara svona frábærir og gera hluti saman.
 • Hlustar á mann.
 • Gerir eitthvað skemmtilegt með manni.
 • Út á snjósleða.
 • Góðir pabbar eru með manni, hlusta á mann og hjálpa manni þegar maður þarf hjálp.
 • Mér finnst góður pabbi sem hefur tíma til að vera með manni og hjápar manni með að læra og kemur á skólaskemmtanir eða tónleika.
 • Pabbinn til skemmtunar og móðirin alvarleg … en stundum geta þær líka verið góðar.
 • Sirrý spurði nokkur barnanna hvað einkenndi

  Hvernig eru leiðinlegir eða ömurlegir pabba?

  Nokkur svör barnanna:

 • Þegar þeir hlusta ekki neitt á mann.
 • Hafa aldrei tíma til að vera með manni.
 • Mæta aldrei á sýningar í skólum.
 • Vilja ekki gera neitt með manni.
 • Ekki vera oft að skamma börn ef þau gera eitthvað.
 • Hvað getum við lært á þessu?

  Við meðferð umgengnis og meðlagsmála hjá sýslumönnum og dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er ekki hægt að sjá að stjórnsýslan meti góða feður með sama hætti og börnin gera.

  Úrskurðir þessara stofnana segja okkur frekar að góðir pabbar:

 • Borga meðlagið og þegja.
 • Borga meðlagið og láta börnin eiga sig.
 • Borga meðlagið og hverfa.
 • Viðhorf stjórnsýslunnar er sérstaklega merkilegt í ljósi þess að ekkert þessara mörgu barna sem hringdu inn töldu góða meðlagsgreiðendur til góðra feðra.

  Hvernig væri nú að stjórnvöld færu að hlusta á börnin og gera það sem þeim er kærast. Leyfa börnunum að njóta umönnunar beggja foreldra sinna.

  Stjórnvöld eiga að hætta núverandi kerfisbundum föðursviptingum. Það að svipta barn foreldri sínu á ekki að lýðast og alls ekki að vera eins sjálfsagður hlutur og nú er.

  Íslensk barnalög segja:

 • Sviptum hæfa foreldra forsjá til að þóknast lögheimilisforeldrinu.
 • Hæfir forsjárlausir foreldrar fá ekki tilkynningu um hvenær börnin þeirra taka þátt í skólaleikritum.
 • Hæfum forsjárlausum foreldrum skal gert erfitt fyrir að fá upplýsingar um börn sín.
 • Deildu með öðrum ...Share on Facebook
  Facebook
  0Share on LinkedIn
  Linkedin
  Tweet about this on Twitter
  Twitter
  Pin on Pinterest
  Pinterest
  0Share on Reddit
  Reddit
  0