Hótelkeðja á Sikiley býður pörum ókeypis helgardvöl ef barn kemur undir þegar þau dvelja á hótelinu. „Látið ástina blómstra undir sólinni á Sikiley. Komið og getið barn í landi ástarinnar. Eftir fæðinguna bjóðum við ykkur fría helgardvöl á hóteli okkar.“ Þannig hljómar auglýsing Hotels del Sole-keðjunnar en henni tilheyra 22 hótel á Sikiley.

Framkvæmdastjóri keðjunnar Armando LaMattina, segist vilja kynna Sikiley sem land ástarinnar og komast frá þeirri neikvæðu ímynd sem hafi loðað við landið. Pör geta dvalið á hvaða hóteli sem er af þeim 22 sem keðjan býður upp á ef barn hefur komið undir á hótelinu.

mbl.is

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0