Fulltrúar Félags einstæðra foreldra og Félags ábyrgra feðra hittust á fundi þann 19. mars 2005. Þar samþykktu félögin að hvetja foreldra sem búa ekki saman til að hafa eftirfarandi reglur til viðmiðunar í samskiptum sínum og ganga út frá því að hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi:

  1. Foreldrar geti rætt og staðið saman um framkvæmd þess samkomulags sem þau hafa gert.
  2. Það sé opið talsamband þeirra á milli.
  3. Þau séu samherjar um velferð barnsins.
  4. Þau geti borið virðingu fyrir hvort öðru og því lífi sem þau móta sér sitt í hvoru lagi.
  5. Þau treysti hinu foreldrinu fyrir velferð barnsins.
  6. Þau styðji barnið til samveru við hitt foreldrið.
  7. Þau geti hlustað á frásagnir barnsins af lífi hins foreldrisins án þess að leggja á það mat.
  8. Þau geri barnið ekki að boðbera eða bitbeini.
  9. Þau stuðli að heilbrigðum samskiptum og sveigjanleika milli þeirra heimila sem barnið tilheyrir, bæði foreldranna og stórfjölskyldu.
  10. Þau séu bæði ábyrg fyrir því að leita aðstoðar ef þau ráða ekki við aðstæður sínar eða barnanna.

Unnið út frá kaflanum „Heppileg foreldrahegðun” úr bókinni „Áfram foreldrar” eftir Sigrúnu Júlíusdóttir og Nönnu K. Sigurðardóttir, árið 2000.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0