“Ég á 13 ára son frá fyrra sambandi sem lauk þegar hann var tveggja ára. Við foreldrarnir höfum sameiginlega forsjá (sem reyndar er tóm della) en drengurinn hefur haft lögheimili hjá móður sinni.

Skömmu eftir að því sambandi lauk varð drengnum það á að hella naglalakki í gólfteppi hjá foreldrum mínum. Þegar ég fór til VÍS og ætlaði að fá tjónið bætt í gegn um F+ fjölskyldutryggingu mína, kom í ljós að félagið taldi son minn ekki tilheyra fjölskyldu minni! Ég var að sjálfsögðu ekki sáttur við þá skilgreiningu.

Ég byrjaði á að fara til VÍS og óska eftir breytingu á skilmálunum – fá sérskilmála þannig að “fjölskyldutrygging” mín næði yfir son minn. Þann sérskilmála fékk ég alls ekki hjá VÍS. Ég fór til Sjóvá og bað um tilboð gegn sama sérskilmála og fékk það svar að slíkur skilmáli væri ekkert mál. Í kjölfarið skipti ég um tryggingarfélag og hef tryggt hjá Sjóvá síðan.

Ástæðan fyrir því að ég sendi skeyti nú, er sú að ég hef nýlega fengið tilboð frá enn einu tryggingarfélagi, að þessu sinni Verði. Í þetta skiptið lenti ég í langri bið á meðan að starfsmenn Varðar voru að formúlera sérskilmála þannig að sonur minn nyti sömu tryggingarverndar og aðrir í jölskyldunni. -En það hafðist í gegn. Ég varð hinsvegar verulega undrandi á að þessi sjálfsagði möguleiki skyldi ekki vera kominn inn sem valkostur í fjölskyldutrygginagar.

Í kjölfarið vil ég benda Félagi ábyrgra feðra á að kynna fyrir félagsmönnum að tryggingar þeirra kunna að vera verulegar sviksamar, þar sem þær nái ekki til barna þeirra. Einnig vil ég upplýsa félagið um að bæði Sjóvá og Vörður hafa samþykkt þennan valkost. -Að minnsta kosti eitt fordæmi er til.”

 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0