Gunnar heldur áfram með árásir á Félag um foreldrajafnrétti og til að kasta rýrð á trúverðugleika félagsins segir hann sjálfan sig hafa verið annað hvort svarta sauðinn eða hinn algóða hjá félaginu.

 

Í tölvupósti 24.1.2007 biður Gunnar Hrafn formann félagsins um að stjórn félagsins gefi frá sér yfirlýsingu um að hún hafi ekkert við störf Gunnars að athuga. Þáverandi stjórn félagsins tók þessa beiðni til athugunar og þar sem félagið vill frekar vinna með fólki en á móti, þá gaf stjórnin frá sér yfirlýsingu fyrir Gunnar eins jákvæða og stjórninni var stætt á. Gunnar lýsti yfir vonbrigðum sínum með þessa yfirlýsingu í tölvupósti þann 25.1.2007 og sagði hana vera gagnlaust plagg. Það sér það því hver maður að yfirlýsingin var ekki um að Gunnar væri hinn algóði.

 

Staðhæfulausar yfirlýsingar Gunnars Hrafns um félagið og afbakanir hans á skoðunum félagsins eru alveg með ólíkindum og ekki sæmandi manni í hans stöðu.

 

Félag um foreldrajafnrétti hefur undanfarin ár verið með vandaða og málefnalega umræðu um réttindi barna til beggja foreldra. Nú teljum við okkur knúna til að svara fyrir persónulegar árásir Gunnars Hrafns og tálmunarforeldra á félagið.

 

-HH

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0