Ágúst Strindberg var einn frægasti rithöfundur Svíþjóðar, fyrr og síðar. Hann fæddist árið 1849 í Stokkhólmi og dó í sömu borg árið 1912.

Strindberg var þrígiftur og átti átakamikið líf með konum. Hans sýn til kvenna mótaðist mikið af þeim aðstæðum. Fyrsta konan hans var Siri Von Essen. Þau eignuðust þrjú börn, tvær stúlkur og einn dreng. Eftir skilnaðinn flutti Siri til Helsinki þar sem hún bjó og ól upp börnin. Næsta hjónaband hans var með Frida Uhl. Það var stutt en þau eignuðust eina dóttur sem skýrð var Kerstin. Eftir þessi hjónbönd lendir hann í alvarlegri sálrænni kreppu. Þriðja og síðasta konan hét Harriet Bosse. Hún var 29 árum yngri en hann, var leikari og samband þeirra var ástríðufult og stormasamt. Hann bað hennar með þessu orðum. “Viljið þér eiginast lítið barn með mér, ungfrú Bosse ?” Þegar þau giftast er hann 52 ára en hún 23 ára. Þau eignuðust dóttirina Anne Marie sem Strindberg nefndi gjarnan Lillu.

Bókin Góðan dag, barnið mitt.
Bókin fjallar um bréfskriftir August Strindbergs til dóttur sinnar, Lillu. Mörg bréfanna eru í raun skilaboð til Harriet, frekar en bréf beint til dótturinnar. Harriet, sem var fræg leikkona, var flutt frá Strindberg þegar barnið fæðist. Það breytir ekki því að samband hennar við Strindberg er nokkuð náið. Þau hittast í hádegismat og kvöldmat með barnið og áfram eru þau háð hvort öðru á margan hátt. Þau lifðu einnig samlífi áfram um tíma eftir að þau hættu að búa saman. Harriet var fræg leikona og ræktaði sinn feril. Anne Marie dvaldi því stundum langdvölum hjá föður sínum. Þannig ólu þau hana, til að byrja með, saman upp.

Strindberg skrifaði mikið af bréfum til Lillu og um hana í dagbók sína og til vina. Úr bréfunum má lesa ýmsar tilfinnningar sem margir feður kannast við.

Fæðingin:
“Bergnuminn af fjölskyldulífinu og ummönnun barnsins í marga mánuði er ég orðinn, eins og þú veist að maður verður, viðkvæmur gagnvart snertingu við umheiminn”

Sorg út af skilnaðnum:
“Gremjan yfir að missa þig breyttist í doða. Ég fann að við eigum að vera aðskilin örlítið lengur— en ég held að ekki sé hægt að slíta strenginn. Ég tel það vera náð að ég hafi ekki syrgt mig í hel út af Lillu”

Þau höfðu einskonar sameiginlega forsjá, sem þó var lagalega ekki til í samfélagi þess tíma. Mæðgurnar komu í mat til Stindbergs og samskipti mikil. “Nú upplifum við okkar besta tímabil nokkurn tíman” skrifaði Strindberg

Seinna slitnar alveg uppúr sambandinu og Anne Marie kemur þá oftar en ekki ein til Strindbergs.
Harriet skrifar seinna til Stindbergs, löngu eftir að þau eru skilin:
“Min kæri elskaði vinur, já ég kalla þig svo ennþá, þú finnur sennileg, þú veist eflaust að enginn hefur ennþá fyllt skarð- … …. ég trúi því statt og stöðugt að minnsta kosti nú að ég eigi eftir að tengjast öðrum karlmanni, þá hefur þú haft svo mikil áhrif á líf mitt að ég mun aldrei gleyma þér”

“Mér þykir svo vænt um þig-hvernig sem fer- þú ert mér kær, kannski vegna þess að þú hefur gefið lífi mínu tilgang með óendanlega mikilli sorg. “

Virðing fyrir að barnið þurfi bæði föður og móður. Strindberg skrifar:
“Lilla sem veitir mér svo mikla gleði færir þó alltaf skugga af sorg, því hún minnir mig á hina brostnu taug, það sem vantar er: og þegar hún er hjá mér hrópar hún á mömmu: “Mamma og pabbi” segir hún og þá skynja ég allar þjáningarnar sem bíða og ósamræmið sem henni hefur þegar fallið í skaut.”

Jólin, geta verið einmannaleg fyrir forsjárlausa.
“Ég bíð! Þá list er ég búinn að læra! En jólin, hátíð barnanna” Telur þú að við höfum breytt rétt, við sem sviptum hana föður sínum; heldurðu ekki að henni finnist að þar sé skarð fyrir skildi? Mamma er nánust, jú, en saman eru mamma og pabbi sennilega ábyggilegri, fallegri og heilsteyptari.
Hvernig viltu halda upp á jólin? Í fyrra héldum við tvöföld jól, en í ár engin!
Ég er víðbúinn öllu: og barnsins vegna tek ég við öllum auðmýkingum.”

Hversdagslegt líf, þegar barnið dvelur hjá föður. Hann skrifar tíðar skýrslur um barnið til móðurinnar.
”Lilla er ljúf, öskrar aldrei, er blíð og ástúðleg…”

“Lilla svaf í sófanum í vinnu herberginu” “ Lilla er hraust en hún hefur verið veik. ,,, Hugsa alltaf um það hvernig ég myndi ásaka sjálfan mig ef hún dæi” “Lilla hefur fengið rúmið sitt”

Harriet virðir föðurhlutverkið en hún skrifar eitt sinn:
“Litla telpan mín naut ætíð ástríkju föður síns-,,,,, ….,,,,, Hann unni Anne Marie alls hins besta. Hann uppfyllti hennar smávægilegustu óskir…”

Strindberg virðir móðurhlutverkið, en hann skrifar þegar Anne Marie hefur dvalist nokkurn tíma hjá honum.
“Ég vil ekki valda þér áhyggjum, en dveldu ekki lengur en þú þarft. Barn þitt saknar þín og þeirrar umhyggju sem aðeins móður getur veitt” og áfram skrifar hann “Gleyma þér ? Getur barn gleymt móður sinni? Við reynum öll að hafa ofan fyrir henni; henni þykir vænt um mig, en alla aðra umber hún..”

Harriet leyfði Anne Marie að vera hjá Strindberg á aðfangadag, hann afþakkaði og fyrir rest bauð hún honum heim til þeirra mæðgna á aðfangadagskvöld. Hann skrifar þá:
“Verð að þakka þér fyrir aðfangadagskvöld, sem ég varðveiti sem eina af mínum fegurstu minningum-ég fékk að sjá þig í því umhverfi sem þú ert sköpuð fyrir- einsama, sjálfstæða með þinn fegursta dýrgrip- barnið.”.

Seinna um jól afþakkar Stindberg að vera hjá þeim.
“Við skulum ekkert hittast, það er of kvalarfullt. Nú á sjöunda ári þessa eilífðar kveðjustundar, hef ég ekki þjáðst nóg?”

Vonbrigðin um að vera ekki upplýstur um ástand barnsins.
“Ég hef heyrt að Lilla sé veik, og þú aðskilur okkur þegar hún þarf á mér að halda! Ekki gera henni rangt, sakleysingjanum!..”

Lítil umgengni:
“Þú þakkar mér fyrir Lillu, en ég ætti nú einnig að hafa einhverja ánægju af henni og ekki bara sorg og söknuð”

Anne Marie, var um tíma hjá móðursystur sinni, þegar Strindberg gat ekki haft hana:
“Ég get ekki heldur skrifað um barnið þitt, því ég hef ekki séð hana síðan þú fórst. Þetta á vísast að vera hefnd fyrir það að ég gat ekki tekið við henni; en að hefna sín á sakleysingja er ómerkileg hegðun sem mun hafa sínar afleiðingar í för með sér.
Ég gat ekki tekið við henni, þar sem ég verð að selja innanstokksmuni fyrir mat og eldsneyti; píanóið hefur þegar verið selt.”

Óttinn við að hafa ekki áhrifa á uppeldi dótturinnar.
“Ég er líka þreyttur og leiður! Og finn ábyrgðina sem ég ber á Lillu, sem ég get ekki varið frá slæmum utanaðkomandi áhrifum, þar sem ég get ekki ráðið hverja hún umgengst”

Greiðslur til dótturinnar.
“Veturinn nálgast og þú þarft líklega kápu og fleira. En nú höfum við séð svo mikið hvítt, rautt og blátt; ættum við ekki að þessu sinni að velja dimmgrænt plus, sem er bæði vinsælt og fallegt; en með leðurbryddingu og slíku. Pabbi fékk smáskilding og greiðir gjarnan, en mamma má ráða”

“100 kr til að halda uppá páska og kaupa vorsnyrtivörur handa Anne-Marie; ekki í Sparibaukinn.

Ýmsar bréfskriftir eru hverdagslegar um heimboð og annað.
“Elsku barn
Þér er boðið í fínan miðdegisverð á sunnudag kl. 3 e.h. Matseðill, hefðbundinn með ísmarens.
Pabbi”

Einmannaleiki, hins forsjárlausa og finnst barnið hafa fjarlægst. Strindberg skrifar til Harriet.
“Ég er að venjast miklum einmannaleika sumarsins, og vænti einskis meir að lífinu, þar sem ekkert stenst, er hverfult og forgengilegt. Jafnvel barnið mitt er ekki lengur til, þar sem ókunnug manneskja hefur numið sál hennar frá mér, en það er náð að finna ekki fyrir sárum söknuði, og með hverjum brostnum streng losna ég úr þessu fangelsi.”

Nógu góður til að borga.
“Lilla kom um miðdegisverðarleytið; hurðin að herbergi mínu laukst upp, án þess að heilsa rétti barnið fram hvítt blað en datt um leið fram fyrir sig. Ég æpti og lyfti henni upp óskaddaðri-blaðsnepilinn var reikningur frá tannlækninum hennar sem ég átti að greiða. Atvikið snart mig illa. Átti það að sýna að ég hafi hegðað mér eins gagnvartföður mínum? Já, en ég heilsaði honum að minnsta kosti fyrst og ég þorði ekki að koma með reikninga. Átti þetta að þýða að ég sé (ekki) að ala barnið upp heldur greiði aðeins reikninga .. ”

Von um umgengni.
“Að lenda í skilnaði er eins og kunnugt er meiri þjáning en gleði, en þar sem við þurfum að búa í sömu borg, er nú heppilegra að við mælum okkur mót en að við breytumst í vofur minninganna sem óvíst er hvort maður eigi að þora að heilsa- Því spyr ég hvort þið viljið koma til miðdegisverðar á sunnudag klukkan 3, …”

Áhyggjur af velferð barnsins.
“Ekki láta barnið sitja inni sökum lítils háttar hóstar, því þá situr hún inni allan veturinn, óþolinmóð”..
“Ef eitthvað hendir Lillu, munum við álasa okkur sjálf hverja einustu stund sem hún þjáist, jafnvel þótt ekki sé hægt að saka okkur um neitt.
Ég sakna hennar stöðugt – og það veist þú- en ég held að það sé hún sem kvelst í einmannaleikanum! Og þráir manneskju sem þykir vænt um hana! Þetta veldur því að ég er aldrei glaður. AugSg”

Afmæliskveðja á 6 ára afmæli Anne Marie (Lillu):
“Elsku barn! Sem veitir mér gleði á mínum efri árum, ég óska þér alls hins besta í æsku þinni, sem ég mátti ekki gefa þér!.”

Tilkoma nýs manns í líf Harriets, kom miklu róti á sálarlíf Strindbergs. Hann biður Harriet í örvæntingarfullri tilraun að hætta við brúðkaupið. Harriet giftir sig og það setur Strindberg enn og aftur í alvarlega kreppu. Hann skrifar:
“Aðeins eitt atriði. Leyfðu mér að hafa Lillu þegar þú giftir þig. Eða viltu að ég fari langt í burtu ?
Það er of kvalarfullt og saurugt að rekast á hvort á annað úti á götu. Og barninu ætti að forða frá slíku!”.

Seinna um það sama, vegna átaka þegar nýr maður er komin í líf Harriets og Lillu:
“Taktu nú allt með þér, og taktu nú barnið líka! Og farðu! … Nú er barnið hans! Frá þessari stundu; dóttir jarlsins verður dóttir þrælsins, sem og móðir hennar! Ó vei!”
Ahyglisvert að Strindberg telur í samræmi við hefðir þess tíma að barnið væri orðið barn fóstuföðursins, þar sem móðir væri aftur gift.

Árið sem Harriet gifti sig fer hann að kenna sig þess maga meins sem 4 árum síðar dró hann til bana. Til vinar síns skrifar hann:
“Þetta snerist ekki aðeins um fjárhagsvandræði, líf mitt var í mikilli kreppu þegar það átti að hrifsa frá mér mitt yngsta og ástkæra barn- og fá slíkan stjúpföður! Lífið hafði geymst hið versta fram á sextugsaldurinn. Ég syrgði svo innilega að ég varð sjúkur, bað guð um að fá að deyja, en lifði það af
Þetta leiddi til að ég sleit mig frá því gamla með kröftugu átaki-íbúðin var leigð út, húsgögn og bækur urðu að hverfa, og það var einungis hægt að snúa sér til veðmangarans. En, allt fór að óskum! Frelsaður frá minningunum og bókunum, og skáldskapurinn knúði dyra! Og nú lifi ég því lífi sem hentar mér best!”

Samskipti Strindberg við dóttur sína verða lítil sem engin eftir að Harriets gekki aftur í hjónaband. Harriet og seinni maður hennar skilja svo eftir u.þ.b ár. Þá skirfar Strindberg.
“Ég þrái að sjá barn mitt aftur, en það get ég ekki gert fyrr en heimilið hefur leyst upp eða skilnaðurinn hafinn”

Eins og ást Strindberg á Anne Marie var takmarkalítil, þá var öðruvísi farið með dótturina Kerstin sem hann átti með annari eiginkonu sinni. Um hana skrifar hann. “fyrir tíu árum skildi ég við stúlkuna, hún var þá tveggja ára, það var án saknaðar, því mér bauð við skapgerð hennar. Hún er nú þrettán ára, fermd; og eftir tvö ár verður hún gjafvaxta kona, úti í heimi á eigin vegum. Hví ætti ég að skipta mér af örlögum hennar ? og tengjast aftur óbeint hennar skelfilegu móðir?”
Þarna virðist slæmt samband hans við móður lita skoðun hans á barninu sínu.

Seinna hefur Kerstin 15 ára bréflegt samband og hann svarar. “… ég er skáld, og lífið er einungis efniviður í leikrit, yfirleitt harmleiki! Lifðu heil! Og líttu á mig einungis sem endurminningu” Kerstin svarar:”Þú ert mér engin ‘endurminning’- ! Verður það aldrei(—) Þú ert faðir minn.” Hér má glöggt sjá þrá barns eftir föður og föðurímynd en þau feðgin höfðu lítil samskipti alla ævi.

Bréfskriftir Strindbergs við Anne Marie hefjast aftur þegar skilnaður Harriets er gengin í garð.
“Mitt ástkæra barn!
Ef þú vilt hitta föður þinn aftur eftir óhemju langan viðskilnað, þá bíður hann þín, og hefur beðið.—-
Ég er einn,sem áður, er hvorki heitbundinn né kvæntur, og ætla ekki að verða það.
En komdu mér ekki á óvart, því endurfundirnir geta orðið mér heiftarlegir! Pabbi”

Eftir þetta verða bréfskriftir tíðar og oft ganga þær út hversdagslega hluti. Fjárhagshagur hans vænkast um þetta leyti. Lilla fær reglulega laugardagspening fyrir nammi, fötum og ýmsu öðru. Svo rammar voru þessar peningasendingar að Harriet biður Strindberg frekar að leggja peninginn inná bók þar sem barnið nái ekki að eyða öllum aurnum í sætindi og annað.

Þegar Strindberg liggur banaleguna, þá skrifa Stokkhólmsblöðin reglulega um heilsu hans, enda var hann einn frægasti samtíma maður Svíþjóðar. Árið 1911 hittir hann aftur einkasonin Hans og dóttir sína Karin. Þau höfðu þá ekki sést í 19 ár. Strindberg gerði líka boð eftir dótturinni Kerstin í banalegunni.

“Römm er sú taug er rekka dregur föðurhúsa til”, stendur ritað í fornum íslenskum bókum. Það er eins með börn Strindbergs og hann. Taug á milli barna og feðra er sterk. Á þessum árum var ekki sjálfgefið að börn fengju að umgangast föður sinn eftir skilnað. Því miður er það ekki enn alveg sjálfgefið. Öll börn og feður eiga rétt á að upplifa gagnkvæma umhyggju og ást.

Fyrir þeim rétti berst Félag Ábyrgra Feðra.

Gísli Gíslason tók saman.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0