Til hamingju með mæðradaginn mæður.

Í tilefni af mæðradeginum er rétt að benda á að þrátt fyrir að foreldrahlutverkið sé eitt göfugasta hlutverk sem nokkur manneskja tekur að sér, þá þarf stundum ekki mikið út af að bera til að hlutverk þetta verði gjaldfellt með öllu og foreldrið útilokað frá samskiptum við börnin sín með aðferðum sem í fræðiritum kallast á (e. parental alienation). Hér verður fyrirbærið nefnt foreldraútilokun. Á síðustu 30 árum hafa hundruðir fræðigreina verið skrifaðar um foreldraútilokun og í íslenskri rannsókn kemur fram að nokkuð almenn þekking er meðal fagfólks á þeim hegðunareinkennum sem lýst er í kenningum um foreldraútilokun og sérfræðingar sem rætt var við töldu sig gera sér grein fyrir afleiðingum sem foreldraútilokun kann að hafa á börn.

Meirihluti rannsókna á foreldraútilokun hafa lagt áherslu á föður sem ofbeldið beinist gegn og móður sem geranda. Aðrar fræðilegar greinar lýsa tilfinningalegum skaða og streitueinkennum barna sem verða fyrir foreldraútilokun og skorti á að löggjöfin nái að koma á úrræðum til að endurbyggja samband á milli barna við foreldri sem hefur verið útilokað. Óalgengara er að fjallað sé um fyrirbærið útilokaðar mæður og skortur á rannsóknum um þessar konur er áberandi.

Hér bendum við á eina rannsókn þar sem sjónarhorninu er beint að mæðrum sem útilokaðar hafa verið frá börnum sínum. Í þessari eigindlegu rannsókn var upplifun mæðra af móðurhlutverki skoðuð. Gögnum var safnað með hálfstöðluðum djúpviðtölum við 10 konur þar sem börnin þeirra höfðu neitað öllum samskiptum við þær.
Niðurstöður sýndu eitt meginþema, „Sameining á móti aðskilnaði“, sem samanstendur af fjórum undirþemum eða mynstrum í frásögnum þessara kvenna:
(i) hjónaband sem tálsýn lausnar frá ofbeldisfullu heimili;
(ii) fæðing barns sem uppbót fyrir óstöðuga æskuupplifun;
(iii) eiginmaður nýtir sér og misnotar skynjun sína á mistökum í móðurhlutverki; og
(iv) eiginmaðurinn og tengdamóðirin útiloka móður.

Þessar niðurstöður voru túlkaðar innan ramma kenningar Bowens. Túlkunin bendir til þess að skerðing á aðgreiningu eigin sjálfs mæðra og fyrrum maka er augljós í brostnum tengslum móður/barns og í missi mæðra á börnum sínum í baráttunni við tengdamæðra þeirra. Notagildi fyrir fagfólk fylgja með.

 

Linkur í rannsóknina The experience of motherhood for alienated mothers.

 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0