Góðir gestir

Ég vil byrja á því að segja nokkur orð um félag ábyrgra feðra, en þar er ég í stjórn. Félagið var stofnað af nokkrum áhugamönnum um aukið jafnrétti til handa feðrum í fjöldskyldumálum, þá fyrst og fremst í forsjármálum, umgengnismálum og meðlagsmálum.

Við karlar erum seinþreyttir til vandræða þegar kemur að eigin hagsmunum í okkar nánasta umhverfi – feimnir og tilfinningafatlaðir var það fyrst árið 1997 sem nokkrir kynbræður stofnuðu félagsskapinn. Á þeim tíma höfðu konur trúlega 100 ára forskot í umræðunni, hafa getað tjáð sig hvor við aðra um ótrúlega náin málefni undir merkjum kvennréttindafélaga, rauðsokkufélaga, feminastiafélaga, saumaklúbba og kvennfélaga í nánast hverju bæjarfélagi landsins. Á skemmtistöðum þarf félagsskapurinn ekki einu sinni formlegri umgjörð en einfallt kvennaklósett og fundur er settur um fjölskyldumálin. Þannig getum við karlarnir öfundað konur af framtaksseminni, til dæmis kraftinn við stofnun kvennalistans á sínum tíma til að koma sérmálum kvenna á framfæri. Enn betra er seint en aldrei. Félagið hefur nú nokkur hundruð félagsmenn og stjórn sem hittist vikulega til að ræða framgang mála. Við erum með opinn farsíma sem gengur á milli, þar sem menn í tilfinningakrísum geta hringt og fengið upplýsingar – því ekki förum við karlarnir að nú að ræða svoleiðis við nána vini okkar.. merkilegt nokk !!En nú er kominn vindur í seglin.. Vissuð þið að í evrópulöndum eru nú starfandi tugir samskonar félaga, a.m.k. tvö til þrú feðrafélög í hverju landi. Sum þeirra eru fáráðnlega róttæk í þessum málum eins og eitt bresku félagana sem ætlaði að ræna syni forsætisráðherrans – Tony Blairs – fyrir skömmu, þannig að hann fengi að upplifa umgengnistálmanir af eigin raun. Flest eru þó félögin venjulegir menn sem hafa bitra reynslu og hafa upplifað óréttlæti. Frakkar eru komnir hvað lengst þar sem félögin skipta tugum, dreif um allt landið, með landssamtök og forsvarsmenn sem öll þjóðin þekkir. Þeim hefur orðið mikið ágengt og má nefna að réttarbætur þær sem við erum að sjá í frumvarpi ráðherra til barnalaga sem nú eru til umfjöllunnar í þinginu – ná ekki þeim réttarbótum sem franska þingið samþykkti árið 1987, fyrir tæpum 20 árum – Í Frakklandi var sameinginlegt forsjá gerð að meginreglu árið 1987 og dómurum leyft að dæma foreldra í sameiginlega forsjá. Svo langt eru okkar lög ekki að ganga núna árið 2006 – þvert á skoðun Forsjárnefndar – þvert reynslu Svía sem hafa haft slík lög í mörg ár. Meira að segja frændur vorir – sveitamennirnir í Noregi – hafa lýst því yfir að þeir ætla að þróa sín barnalög í átt að franska kerfinu og vera búnir að koma því í gegnum sitt þing fyrir árslok 2007. Er þetta mál sérstakt baráttumál norska ráðherrans sem fer með þessi mál og var ýtarlegt viðtal við hana fyrir nokkrum vikum í norskum fjölmiðlum. Hún sagði þetta réttarbætur fyrir börnin.En víkjum aftur að Frökkum. Þar er orðræðan beittari. Þeir mjög neikvæðir gagnvart því að þurfa að dæma öðru hvoru foreldrinu forsjá. Þeir tala aldrei um að annað foreldri fái forsjá, heldur er hitt svipt – Svipt forsjá. það er akkúrat kjarni málsins.. þegar annar aðilinn fær forsjána þá er hitt svipt foreldraábyrgðinni sem það hafði í hjónabandinu eða sambúðinni. Margir forsjárlausir upplifa það þannig að þeir hafi tapað – standi LOOSER á þeim – að þeir hafi misst tilgang sem uppalandi og fyrirmynd – þannig missa börn foreldri sitt – sá ég í franskri umfjöllun.

Frakkar hafa síðan gert margar breytingar á sínum barnalögum varðandi forsjána, síðast með gífurlega viðamiklum lögum sem kennd eru við 4 mars árið 2002. Eftir þau lög er meginregla í Frakkalandi að börnin eigi heimtingu á því – að hvorugt foreldrið verði svipt ábyrg á þeim – Börnin eigi heimtingu á því, ekki foreldrarnir. Skilaboð lagana eru skýr, þið foreldrarnir – eignuðust barnið saman, þið hagið ykkar lífi samkvæmt því þó – svo að ástin dofni og sambúðin gangi ekki upp. Foreldraábyrgð er ævistarf – Þið verðið að eiga góða samvinnu um uppeldi barnsins og löggjafinn getur dæmt ykkur í það. Með lögunum 4 mars 2002 er skipt búseta barna einnig gerð að meginreglu. Þannig eiga börn í frakklandi tvö jafnrétthá heimili hjá jafnréttháum foreldrum. Ef einhverjum vantar ritgerðarefni – þá skoðið franska kerfið.

Á Íslandi er frumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu einungis til að styrkja hugtakið um “sameiginlega forsjá” – styrkja hana örlítið og þá mest á táknrænan hátt – gera hana að meginreglu. En þvílíkt nafngift – sameiginleg forsjá hljómar ótrúlega vel – hljómar eins og himríki fyrir þann forsjárlausa. En við nánari skoðun er breytingin nánast einungis táknræn og geri ég ekki lítið úr því. Því foreldri sem ekki fer fyrir lögheimili barnsins – í yfir 90% tilvika er það hinn svokallaði helgarpabbi – líður betur með því að hafa sameiginlega forsjá. Það hljómar betur. Þeim börnum sem eru orðin það gömul, segjum 10 ára – líður líka betur að heyra það í skiljanlegum orðum að bæði pabbi og mamma sjái um það, beri ábyrgð á því eins og það var í hjónabandinu þar sem forsjáin var algjörlega sameiginleg.

Lagalega hliðin á sameiginlegu forsjáni er hinsvegar daprari en sú táknræna. Það eina sem stendur eftir þegar orðskrúðið hefur verið skrælt frá kjarnanum er tvennt. Í fyrsta lagi að það foreldri sem fer fyrir lögheimili barnsins getur ekki farið með barnið úr landi og í öðru lagi þá getur það foreldri ekki arfleitt – þá meina ég arfleitt í gæsalöppum – sambýlisaðila sinn að forsjánni við eigið fráfall. Já merkilegt nokk þá er til eitthvað sem má kalla forsjárerfðaskrá.. þannig að foreldri sem er forsjárlaust getur lent í því – að hafi hitt foreldrið verið í sambúð í eitt ár – en fellur svo frá – þá fær sambýlisaðilinn forsjána umfram blóðforeldri. Engin breyting er á þessu ofbeldi í lögunum sem nú liggja fyrir þinginu.

En hér er einungis hálf sagan sögð. sameiginlega forsjáin er nefnilega haldslaus, því sá aðili sem fer með lögheimili barsins getur hvenær sem er sótt um fulla forsjá og fær það. Hvers vegna ?? Jú vegna þess að íslenskir dómarar verða þá að dæma öðru hvoru foreldrinu forsjána og þá vinnur alltaf það foreldri sem fer fyrir lögheimilin barnsins. Hverskonar samningur er þá samningurinn milli tveggja fullorðinna einstaklinga um sameiginlega forsjá – jú það væri eins og tryggingarfélagið gæti fellt samninginn úr gildi eftir að húsið er brunnið – og myndi þá losna við bótakröfuna. Þetta er samningur milli tveggja aðila en annar aðilinn getur sagt honum upp ef á réttindin reynir. Þannig getur það foreldri sem fer fyrir lögheimilinu sagt upp samningnum ef því finnst óþægilegt að geta ekki flutt til útlanda – hvernig.. jú með því að pína dómara til að dæma því forsjána.. því dómarinn má ekki.. hann má ekki – dæma í áframhaldandi sameiginlega forsjá. Lögleysa segi ég – lögleysa sagði forsjárnefnd með hana Dögg vinkonu mína innanborðs.. en alþingi ætlar ekki að bregðast við.

Félag ábyrgra feðra er vissulega sammála þessum lögum sem nú liggja fyrir þinginu hvað varðar sameiginlegu forsjána og teljum við okkur eiga hlut í þeim – þau eru árangur okkar erfiðis – en við viljum auðvitað fá auknar réttarbætur fyrir börnin okkar – hætta að svipta þau öðru foreldri sínu þegar það er þeim fyrir bestu að vera sem mest í faðmi beggja foreldra og stórfjölskyldum þeirra.

16.03.2006
Lúðvík Börkur Jónsson
Gjaldkeri Fáf.

Framsögumenn á ráðstefnunni voru:
Dögg Pálsdóttir hrl. og formaður forsjárnefndar,
Drífa Snædal fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og
Lúðvík Börkur Jónsson frá félagi ábyrgra feðra.
Fundarstjóri:
Lárus Sigurður Lárusson

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0