Geldof þykir standa sig vel sem frægur faðir, hann bæði dýrkar og dáir dætur sínar og verndar þær fyrir ágangi fjölmiðla. Hann lenti í fyrsta sæti á undan David Beckham sem lenti í öðru sæti með 20% atkvæðanna.
Vefsíðan sem býður upp á afmælisdagaáminnigarþjónustu spurði þá sem tóku þátt hvaða frægu feður stæðu sig best í að vera frægir og standa sig jafnframt í föðurhlutverkinu og nánast fjórði hver þátttakandi nefndi Geldof.
Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver lenti í 3. sæti með 17% atkvæða, Johnny Depp, Chris Martin, Brad Pitt, Jude Law og annar aðlaður poppari Sir Paul mcCartney komust allir á topp tíu listann.
Listinn yfir þá sem þykja standa sig best í að vera frægir feður:
1) Bob Geldof – 23%
2) David Beckham – 20%
3) Jamie Oliver – 17%
4) Jonathan Ross – 15%
5) Johnny Depp – 5%
6) Freddie Flintoff – 4%
7) Chris Martin – 3%
8) Brad Pitt – 3%
9) Jude Law – 3%
10) Paul McCartney – 2%
Veröld/Fólk | mbl.is | 11.4.2006 | 11:10
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.