Sir Bob Geldof var kosinn besti faðirinn meðal frægra feðra í skoðanakönnun sem gerð var á netinu. Írska stjarnan hlaut 23 prósent atkvæða í könnuninni sem gerð var á remind4u.com. Geldof á þrjár stúlkur, Fifi Trixibelle, Peaches og Pixie og vakti hann aðdáun þeirra sem tóku þátt fyrir að hafa ættleitt dóttur fyrrverandi konu sinnar Paulu Yates og ástmanns hennar Michael Hutchence, en þau féllu bæði fyrir eigin hendi.

Geldof þykir standa sig vel sem frægur faðir, hann bæði dýrkar og dáir dætur sínar og verndar þær fyrir ágangi fjölmiðla. Hann lenti í fyrsta sæti á undan David Beckham sem lenti í öðru sæti með 20% atkvæðanna.

Vefsíðan sem býður upp á afmælisdagaáminnigarþjónustu spurði þá sem tóku þátt hvaða frægu feður stæðu sig best í að vera frægir og standa sig jafnframt í föðurhlutverkinu og nánast fjórði hver þátttakandi nefndi Geldof.

Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver lenti í 3. sæti með 17% atkvæða, Johnny Depp, Chris Martin, Brad Pitt, Jude Law og annar aðlaður poppari Sir Paul mcCartney komust allir á topp tíu listann.

Listinn yfir þá sem þykja standa sig best í að vera frægir feður:
1) Bob Geldof – 23%
2) David Beckham – 20%
3) Jamie Oliver – 17%
4) Jonathan Ross – 15%
5) Johnny Depp – 5%
6) Freddie Flintoff – 4%
7) Chris Martin – 3%
8) Brad Pitt – 3%
9) Jude Law – 3%
10) Paul McCartney – 2%

Veröld/Fólk | mbl.is | 11.4.2006 | 11:10

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0