Að undanförnu hafa stjórnarmenn skrifað um málefni félagins í blöðin. Það hafa 4 stjórnarmenn skrifað. Aldrei hafa fleiri stjórnarmenn skrifað í fjölmiðla.

Í framhaldi af skrifum stjórnarmanna FÁF, fengu ljósvakamiðlar áhuga á ýmsum málum er snerta félagið.

Í síðustu viku þann 1. des, var formaður félagsins í Fréttavaktinni f.hádegi. Á föstudaginn 2. des var varaformaðurinn í Ísland í bítið og í morgun var stjórnamaðurinn Rúnar Gíslason og félagsmaðurinn Rúnar Gregory Muccio í fréttavaktinni f.hádegi að fjalla um málefni forsjárlausra.

Óhætt er að segja að málefni félagsins hafa verið í brennidepli samfélagsins.

Félagið boðar til almenns fundar, að Árskógum 4 Reykjavík. kl. 20.

Efni fundarins: starfið undanfarið og starfið framundan.

Gísli Gíslason
Formaður FÁF.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0