Félag Ábyrgra Feðra heldur opinn fund að Árskógum 4 miðvikudaginn 5 april kl. 20.

Efni:
Samvistarslit foreldra. Ákvarðanir foreldra um framtíð barna við skilnað og sambúðarslit: Rannsókn á opinberum gögnum árin 2000,2002 og 2004.

Rannsókn þessi er samvinnuverkefni (BA verkefni) Eddu Hannesdóttur Sálfræðiskor og Elsu Ingu Konráðsdóttur Félagsráðgjafarskor við Háskóla Íslands.

Rannsókn þessi fjallar um ákvarðanir sem foreldrar tóku um mál barna sinna við skilnað og sambúðarslit. Skráðar voru upplýsingar úr 1182 málum hjá Sýslumanninum í Reykjavík frá árunum 2000, 2002 og 2004. Þar má nefna forsjá, meðlag og umgengni, lengd samvistar, aldur foreldra, aldur barna og fjöldi þeirra við samvistarslit.

Verkefni kynnt af Eddu Hannesdóttir og Elsu Ingu Konráðsdóttir, sem þær unnu í samvinnu við Sýslumanninnn í Reykjavík.

b) umræður.

Allir velkomnir.

Stjórnin.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0